Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnaður Jólamatarmarkaður | Búrið flytur rekstur sinn um set eftir áramót að Grandagarði 35
Jólamatarmarkaðurinn var haldin helgina 14. og 15. desember s.l. í Hörpunni og komu um fimmtíu framleiðendur og bændur frá öllum landsfjórðungum saman til að selja og kynna vörur sínar og framleiðslu.
Það er Ljúfmetisverslunin Búrið sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu á markaðnum og er þetta þriðja árið í röð sem Búrið stendur fyrir þessum viðburði sem haldin er í tilefni af hinum alþjóðlega Terra Madre degi.
Það er erfitt að spá fyrir þessu, en þar sem það voru tveir jólatónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands báða dagana í Eldborg sem við vitum að um 5000 manns sóttu. Á laugardaginn var Flói (1000 fermetra salur) Hörpu smekkfullur milli 11:30 til að verða 18:00.
Að ógleymdum Tuddanum (hamborgarabíll Martarbúrsins í Kjós, grasfóðrar nautakjöt) sem var fyrir utan Hörpuna. Á Sunnudaginn var aðeins rólegra og þægilegra sem þýðir að stundum sást öðru hverju í golfið.
, sagði Eirný Sigurðardóttir einn af skipuleggjendum markaðsins og eigandi Búrsins við Nóatún í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um fjölda gesta á hátíðinni.
Eftirfarandi myndir tók Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari:
Eitthvað er undirbúningurinn fyrir svona glæsilegan matarmarkað?
Já svona markaður með um 50 framleiðendum þarfnast mikillar vinnu og undirbúnings. Bæði hjá okkur Búrverjum og hjá framleiðendum. Mörg púsl sem þurfa að smella saman í réttri röð.
Hvað telur þú að margar vörutegundir hafi verið til sýnis á markaðnum?
Í ár eins og áður sagði þá voru um 50 framleiðendur víðsvegar af landinu og mikil fjölbreytni. Ef ég áætla að hver framleiðandi hafa verið með 10 vöruflokka, sumir voru með miklu fleiri og aðrir færri, þá eru þetta um 500 vörutegundir.
Fyrir þremur árum komu samtökin Beint frá býli inn í markaðinn og aðstoðuðu undir stjórn Hlédísar Sveinsdóttur verkefnastjóra. Ljúfmetisverslunin Búrið átti frumkvæði að markaðnum og Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá samtökunum Beint frá býli kappkosta nú saman á ári hverju til að gera markaðinn stærri og betri ár hvert.
Fleiri markaðir eru í bígerð og þar sem Búrið mun flytja sinn rekstur um set eftir áramót að Grandagarði 35, þá hlökkum við til að geta boðið uppá smá götumarkaðsstemmningu þar næsta sumar.
, sagði Eirný Sigurðardóttir að lokum.
Eftirfarandi myndir tók Helga Björnsdóttir:
Fleiri myndir hér.
Myndir: Helga Björnsdóttir og Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni19 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun