Frétt
Vel gengur við Pollinn
Fyrstu vikurnar í rekstri veitingastaðarins Við Pollinn á Ísafirði hafa gengið vel og hlakka eigendurnir, þeir Halldór Karl Valsson og Eiríkur Gísli Johansson, til vetrarins. Það var mikil vinna að taka við veitingastaðnum en það gekk þó vel, segir Halldór.
Við erum nýbúnir að setja upp nýjan matseðil þar sem við tókum inn nokkrar nýjungar, segir Eiríkur í viðtali við Vestfirska fréttavefinn bb.is. Meðal annars bjóðum við upp á þriggja rétta óvissuferð með kokkinum sem hefur verið sérstaklega vinsælt á veitingastöðum á suðvesturhorninu. Þá komum við viðskiptavinum á óvart með þriggja rétta máltíð og þremur vínglösum.
Þeir Halldór og Eiríkur segjast þó hafa haldið í fáeina rétti af matseðli SKG sem hafi notið mikilla vinsælda auk þess sem áfram verður boðið upp á súpu og salatbar í hádeginu á virkum dögum. Piltarnir segjast einnig munu halda áfram einhverjum hefðum SKG, svo sem villibráðakvöldi, jólahlaðborði og skötuveislu á Þorláksmessu. Okkur dettur heldur ekki í hug að hætta að vera með smørrebrød á aðventunni, segir Eiríkur. Ekki verður aðeins haldið í hefðirnar heldur einnig bryddað upp á nýjungum, en þeir félagar áætla að halda konukvöld í október í tengslum við hátíðina Veturnætur. Við ætlum að prufa okkur áfram og sjá hvaða réttir og viðburðir fara vel í fólk, segir Eiríkur.
Mynd: bb.is | freisting@freisting.is

-
Keppni4 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Keppni4 dagar síðan
Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hefur þú brennandi áhuga á matargerð? Matreiðslumaður óskast – Hótel Reykjavík Saga – Fullt starf
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ný framtíð – ný hæfni: Hótel, veitingastaðir og ferðaskrifstofur við hringborð IÐUNNAR