Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Krua Thai í stað Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg
Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili.
Stefnt er að opnun Krua Thai næsta sumar og mun veitingastaðurinn teygja anga sína yfir jarðhæðina þar sem í dag er hönnunarverslunin Insula og Fatabúðin, sem verið hefur á staðnum frá árinu 1947. Þá er veitingastaðurinn Noodle Station einnig í húsinu en Sonja segir að leigusamningur þeirra renni út í ágúst 2015 og verður hann ekki endurnýjaður, að því er fram kemur á mbl.is.
Hún segir að um átta íbúðir séu á efri hæðum hússins og eru þær allar komnar í útleigu til einstaklinga en leigusamningarnir gilda til næsta sumars. Eftir þann tíma segir hún að íbúðunum verði mögulega breytt í einhvers konar gistiheimili.
Á mbl.is kemur fram að Sonja festi kaup á húsnæðinu í lok októbermánaðar. Fyrir á hún Krua Thai á Tryggvagötu í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla