Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Krua Thai í stað Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg
Sonja Lampa, eigandi veitingastaðarins Krua Thai, hefur fest kaup á Skólavörðustíg 21. Þar hyggst hún opna Krua Thai á jarðhæðinni auk þess sem íbúðum á efri hæðum hússins verður mögulega breytt í gistiheimili.
Stefnt er að opnun Krua Thai næsta sumar og mun veitingastaðurinn teygja anga sína yfir jarðhæðina þar sem í dag er hönnunarverslunin Insula og Fatabúðin, sem verið hefur á staðnum frá árinu 1947. Þá er veitingastaðurinn Noodle Station einnig í húsinu en Sonja segir að leigusamningur þeirra renni út í ágúst 2015 og verður hann ekki endurnýjaður, að því er fram kemur á mbl.is.
Hún segir að um átta íbúðir séu á efri hæðum hússins og eru þær allar komnar í útleigu til einstaklinga en leigusamningarnir gilda til næsta sumars. Eftir þann tíma segir hún að íbúðunum verði mögulega breytt í einhvers konar gistiheimili.
Á mbl.is kemur fram að Sonja festi kaup á húsnæðinu í lok októbermánaðar. Fyrir á hún Krua Thai á Tryggvagötu í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






