Freisting
Veitingastaðurinn Heimaveitingar & spa
Á jörðinni Hlið, útá Álftanesi sem er friðaður fólksvangur, stendur veitingastaður sem ber nafnið Heimaveitingar & spa og eru gestgjafar þau hjónin Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham.
Áherslan er lögð á tælenskan matargerð en einnig er hægt að panta sér íslenska veislu þ.e.a.s. svið, slátur, harðfisk o.mfl.
Aðspurður um hvort það væri mikið að gera, „Við áttum ekki von á því að þetta yrði svona gríðarlega vinsælt. Hér er upppantað öll kvöld langt fram í tímann“, segir Bogi.
Heimaveitingar & spa eru ekki með posa né vínveitingaleyfi svo gestir koma sjálfir með þá drykki sem þeir kjósa sér hvort sem er með mat eða á eftir. Hægt að taka á móti 6-15 manns í Betri stofuna. Staðsetningin er einstök, ekki síst vegna fjölbreytts fuglalífs og víðsýni m.a. á Reykjanestánna og Snæfellsjökul. Möguleikar á fuglaskoðun, fjöruskoðun og gönguferðum, m.a. að forsetasetrinu. Lausir hundar og kettir eru ekki leyfðir á svæðinu. Heimreiðin er í áframhaldi af Höfðabraut sem ekið er inn á af Þjóðvegi 405.
Heimasíða Heimaveitingar & spa; www.1960.is
Myndir: heimasíða Heimaveitingar & spa

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum