Starfsmannavelta
Veitingastaðurinn Gló hættir starfsemi
Veitingastaðurinn Gló hættir starfsemi í dag eftir 17 ára rekstrarsögu en félagið hefur undanfarið rekið tvo staði í Fákafeni 11 og Austurstræti 17.
Saffran mun taka við rekstri veitingastaðanna við en vörumerkið Gló lifir þó áfram.
„Við þökkum ykkur kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin,“
segir í auglýsingu Gló á Facebook.
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa og eigandi Gló, segir í samtali við Viðskiptablaðið að í síðasta mánuði hafi verið tekin ákvörðun um að einfalda rekstur staðarins.
„Eftir samtal við Saffran þá fannst okkur þetta góð lending. Gló lifir áfram sem vörumerki og verða vinsælustu skálaranar hjá Gló í boði á Saffran,“
segir Gréta í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Gló
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






