Starfsmannavelta
Veitingastaðnum Nebraska lokað
Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu visir.is.
Veitingastaðurinn varð á skömmum tíma einn af betri veitingastöðum landsins þar sem lagt var áhersla á vandaðan og áhugaverðan mat á sanngjörnu verði ásamt miklu vínúrvali í notalegu umhverfi.
Matseðli Nebraska mætti best lýsa sem suður evrópskri matargerð blandað við nýjar skandinavískar áherslur — þó matargerðin var engum hömlum bundin hvað áhrif hafa á, eins og sjá má á matseðlunum hér að neðan:
Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun.
„Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“
sagði Guðmundur í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum.
Myndir: Nebraska.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi