Vertu memm

Uncategorized

Veitingastaðir opna aftur eftir fellibylinn Katrínu

Birting:

þann

Nú hafa um 430 veitingastaðir, af um 1350, opnað aftur eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir síðastliðið haust. 

 

Gert er ráð fyrir að hinn kunni veitingastaður, Brennan’s, sem þekktur er fyrir einn besta vínkjallara veraldar, verði opnaður í apríl næstkomandi.

 

En þó veitingastaðurinn verði opnaður á ný, voru skemmdir þar miklar og allt vínsafnið, alls um 35000 flöskur, eyðilagðist.  Þar voru miklir dýrgripir á borð við Haut Brion 1929, Lafite og Latour árgangur 1897, Lafite 1891og 1945 af Lafite og Haut Brion.

 

Í samtali við Decanter.com, sagði Vínþjónn staðarins, Harry Hill, að aðkoman hefið verið hræðileg, en því miður hefið ekki verið hægt að gera neitt né bjarga neinu.  Hann er staðráðinn í að byggja vínsafnið upp aftur, en því miður verður einhver bið á að það verði eins glæsilegt og það var, því ómögulegt getur reynst að komast yfir suma árgangana sem eyðilögðust.

 

 

 

Heimild:  Decanter.com

 

 

Heiðar Birnir Kristjánsson

[email protected]

 

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið