Uncategorized
Veitingastaðir opna aftur eftir fellibylinn Katrínu
Nú hafa um 430 veitingastaðir, af um 1350, opnað aftur eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir síðastliðið haust.
Gert er ráð fyrir að hinn kunni veitingastaður, Brennans, sem þekktur er fyrir einn besta vínkjallara veraldar, verði opnaður í apríl næstkomandi.
En þó veitingastaðurinn verði opnaður á ný, voru skemmdir þar miklar og allt vínsafnið, alls um 35000 flöskur, eyðilagðist. Þar voru miklir dýrgripir á borð við Haut Brion 1929, Lafite og Latour árgangur 1897, Lafite 1891og 1945 af Lafite og Haut Brion.
Í samtali við Decanter.com, sagði Vínþjónn staðarins, Harry Hill, að aðkoman hefið verið hræðileg, en því miður hefið ekki verið hægt að gera neitt né bjarga neinu. Hann er staðráðinn í að byggja vínsafnið upp aftur, en því miður verður einhver bið á að það verði eins glæsilegt og það var, því ómögulegt getur reynst að komast yfir suma árgangana sem eyðilögðust.
Heimild: Decanter.com
Heiðar Birnir Kristjánsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Keppni2 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis