Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðir og matarmarkaðir í þjónustusmiðstöðvar Strætó á Hlemmi og í Mjódd?
Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum til að vinna að nýjum hugmyndum fyrir miðstöðvar á Hlemmi og í Mjódd, en borgin tekur þar yfir húsnæði Strætó. Vilji er til að færa meira líf inn í byggingarnar og að í Mjódd verði verslun og þjónusta og á Hlemmi er horft til lifandi veitinga- og matarmarkaðar.
Nýir rekstaraðilar munu taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hlutverk rekstraraðila er að velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, afla tilskilinna leyfa, sjá um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu, en gert er ráð fyrir því að salerni fyrir almenning verði opnuð aftur í húsinu.
Viðskiptavinir eiga að geta notið veitinga á staðnum og þar verði einnig í boði fjölbreytt úrval matar svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir auk tengdrar sérvöru á borð við blóm og kaffi.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar hér.
Myndir: reykjavik.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var