Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðir og matarmarkaðir í þjónustusmiðstöðvar Strætó á Hlemmi og í Mjódd?

Birting:

þann

Hlemmur

Hlemmur er vel staðsettur og mikil uppbygging allt í kring

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum til að vinna að nýjum hugmyndum fyrir miðstöðvar á Hlemmi og í Mjódd, en borgin tekur þar yfir húsnæði Strætó. Vilji er til að færa meira líf inn í byggingarnar og að í Mjódd verði verslun og þjónusta og á Hlemmi er horft til lifandi veitinga- og matarmarkaðar.

Hlemmur

Breytingar verða gerðar í samvinnu við rekstraraðila

Mjódd

Mjódd er í alfaraleið og fara yfir 3.000 manns um hana daglega. 420 – 600 fermetrar bíða eftir hugmyndaríkum rekstraraðila með góða viðskiptaáætlun.

Nýir rekstaraðilar munu taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hlutverk rekstraraðila er að velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, afla tilskilinna leyfa, sjá um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu, en gert er ráð fyrir því að salerni fyrir almenning verði opnuð aftur í húsinu.

Hlemmur

Matarmarkaður á Hlemmi getur orðið að möguleika innan tíðar

Viðskiptavinir eiga að geta notið veitinga á staðnum og þar verði einnig í boði fjölbreytt úrval matar svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir auk tengdrar sérvöru á borð við blóm og kaffi.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar hér.

 

Myndir: reykjavik.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið