Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðir og matarmarkaðir í þjónustusmiðstöðvar Strætó á Hlemmi og í Mjódd?
Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum til að vinna að nýjum hugmyndum fyrir miðstöðvar á Hlemmi og í Mjódd, en borgin tekur þar yfir húsnæði Strætó. Vilji er til að færa meira líf inn í byggingarnar og að í Mjódd verði verslun og þjónusta og á Hlemmi er horft til lifandi veitinga- og matarmarkaðar.

Mjódd er í alfaraleið og fara yfir 3.000 manns um hana daglega. 420 – 600 fermetrar bíða eftir hugmyndaríkum rekstraraðila með góða viðskiptaáætlun.
Nýir rekstaraðilar munu taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hlutverk rekstraraðila er að velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, afla tilskilinna leyfa, sjá um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu, en gert er ráð fyrir því að salerni fyrir almenning verði opnuð aftur í húsinu.
Viðskiptavinir eiga að geta notið veitinga á staðnum og þar verði einnig í boði fjölbreytt úrval matar svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir auk tengdrar sérvöru á borð við blóm og kaffi.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar hér.
Myndir: reykjavik.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir