Sverrir Halldórsson
Veitingastaðir Hrefnu Sætran skila góðum arði
Hagnaður var af rekstri bæði Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins á síðasta ári og er gert ráð fyrir arðgreiðslum vegna rekstursins. Fiskmarkaðurinn skilaði 34,8 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 og Grillmarkaðurinn 32,6 milljóna hagnaði. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna. Hrefna Rósa Sætran á 50% hlut í fyrrnefnda félaginu sem síðan á 50% hlut í því síðarnefnda. Ágúst Reynisson á 50% hlut í Fiskmarkaðnum á móti Hrefnu.
Samkvæmt ársreikningunum er ráðgert að Fiskmarkaðurinn greiði 11 milljónir í arð og Grillmarkaðurinn 8 milljónir vegna reksturs ársins 2012. Fiskmarkaðurinn greiddi 5,4 milljónir í arð á síðasta ári en 23,5 milljónir árið 2011 til hluthafa félagsins, að því er fram kemur á vb.is.
Mynd úr safni: Guðjón Steinsson

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti