Starfsmannavelta
Veitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
Lagardère Travel Retail ehf. hefur lokið starfsemi sinni hér á landi eftir að félagið tapaði 1.349 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins og er greint frá málinu á vb.is.
Félagið hafði skilað hagnaði undanfarin ár, 205 milljónum króna árið 2023 og 291 milljón árið 2022, en velta dróst saman um 11 prósent á síðasta ári og nam 3.641 milljón króna.
Í lok júlí sagði Lagardère upp samningi sínum við Isavia, sem átti að gilda til ársins 2030. Félagið sá þá um rekstur nokkurra veitingastaða á flugvellinum, þar á meðal mathallarinnar Aðalstrætis, Bakað-kaffihúsanna, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro.
Í ársreikningi kemur fram að umfangsmiklar breytingar á veitingasvæði Keflavíkurflugvallar á árinu 2024 hafi valdið miklu rekstrarlegu raski. Félagið lokaði arðbærum stöðum og opnaði átta nýja veitingastaði samkvæmt forskrift Isavia. Fjárfestingar vegna þeirra námu alls 803 milljónum króna á árunum 2023 og 2024.
Sjá einnig: Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
Nýju staðirnir stóðu ekki undir væntingum og sala á hvern farþega lækkaði um 17 prósent, úr 526 krónum í 437 krónur. Reksturinn var sagður orðinn ósjálfbær á árinu 2024 og horfur slæmar, sem leiddi að lokum til þess að Lagardère ákvað að hætta veitingarekstri á Keflavíkurflugvelli. Greint er nánar frá málinu á vb.is.
Mynd: kefairport.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






