Freisting
Veitingahús: Aukning þrátt fyrir brotthvarf hersins
Þrátt fyrir brotthvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli hefur ekki orðið samdráttur í veitinghúsarekstri á Suðurnesjum. Veitingamenn höfðu sumir áhyggjur af afkomu sinni við brotthvarf hersins en í ljós hefur komið að þær áhyggjur voru óþarfar því veitingastaðirnar virðast hafa bætt afkomu sína. Þetta segir Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur og eigandi Bókhaldsþjónustunnar, í viðtali við Víkurfréttir.
Sævar fagnar á þessu ári 25 ára starfsafmæli Bókhaldsþjónustunnar en hann hefur haft á sinni könnu bókhald fjölmargra fyrirtækja, m.a. veitingahúsa, og er því með púlsinn á atvinnulífinu. Fólksfjölgunin á svæðinu virðist því hafa dregið verulega úr áhrifum af brotthvarfi hersins á þjónustu.
Sævar hefur einnig haft með höndum bókhald margra verktakafyrirtækja og segir hann ástandið á byggingamarkaði afar gott, þó farið sé að hægja á framkvæmdum frá því sem var fyrir tveimur árum þegar þær voru í hámarki. Menn sjá fram á minni hamagang og meira jafnvægi en kvarta alls ekki yfir verkefnastöðunni. Hún er mjög góð, segir Sævar Reynisson.
Sjá nánar viðtal í Víkurfréttum hér.
Greint frá á vef Víkurfréttar vf.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





