Freisting
Veitingahús: Aukning þrátt fyrir brotthvarf hersins
Þrátt fyrir brotthvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli hefur ekki orðið samdráttur í veitinghúsarekstri á Suðurnesjum. Veitingamenn höfðu sumir áhyggjur af afkomu sinni við brotthvarf hersins en í ljós hefur komið að þær áhyggjur voru óþarfar því veitingastaðirnar virðast hafa bætt afkomu sína. Þetta segir Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur og eigandi Bókhaldsþjónustunnar, í viðtali við Víkurfréttir.
Sævar fagnar á þessu ári 25 ára starfsafmæli Bókhaldsþjónustunnar en hann hefur haft á sinni könnu bókhald fjölmargra fyrirtækja, m.a. veitingahúsa, og er því með púlsinn á atvinnulífinu. Fólksfjölgunin á svæðinu virðist því hafa dregið verulega úr áhrifum af brotthvarfi hersins á þjónustu.
Sævar hefur einnig haft með höndum bókhald margra verktakafyrirtækja og segir hann ástandið á byggingamarkaði afar gott, þó farið sé að hægja á framkvæmdum frá því sem var fyrir tveimur árum þegar þær voru í hámarki. Menn sjá fram á minni hamagang og meira jafnvægi en kvarta alls ekki yfir verkefnastöðunni. Hún er mjög góð, segir Sævar Reynisson.
Sjá nánar viðtal í Víkurfréttum hér.
Greint frá á vef Víkurfréttar vf.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan