Vertu memm

Freisting

Veitingahús: Aukning þrátt fyrir brotthvarf hersins

Birting:

þann

Þrátt fyrir brotthvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli hefur ekki orðið samdráttur í veitinghúsarekstri á Suðurnesjum. Veitingamenn höfðu sumir áhyggjur af afkomu sinni við brotthvarf hersins en í ljós hefur komið að þær áhyggjur voru óþarfar því veitingastaðirnar virðast hafa bætt afkomu sína. Þetta segir Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur og eigandi Bókhaldsþjónustunnar, í viðtali við Víkurfréttir.

Sævar fagnar á þessu ári 25 ára starfsafmæli Bókhaldsþjónustunnar en hann hefur haft á sinni könnu bókhald fjölmargra fyrirtækja, m.a. veitingahúsa, og er því með púlsinn á atvinnulífinu. Fólksfjölgunin á svæðinu virðist því hafa dregið verulega úr áhrifum af brotthvarfi hersins á þjónustu.

Sævar hefur einnig haft með höndum bókhald margra verktakafyrirtækja og segir hann ástandið á byggingamarkaði afar gott, þó farið sé að hægja á framkvæmdum frá því sem var fyrir tveimur árum þegar þær voru í  hámarki. „Menn sjá fram á minni hamagang og meira jafnvægi en kvarta alls ekki yfir verkefnastöðunni. Hún er mjög góð,“ segir Sævar Reynisson.

Sjá nánar viðtal í Víkurfréttum hér.

Greint frá á vef Víkurfréttar vf.is

[email protected]

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið