Vertu memm

Frétt

Veitingageirinn berst í bökkum

Birting:

þann

Gísli Matthías Auðunsson

Mynd: skjáskot úr fréttum Stöðvar 2

Veitingageirinn berst í bökkum þessa dagana vegna hækkun á aðföngum og allra þátta rekstrar fyrirtækja og segja veitingamenn að nánast ómögulegt er að reka veitingastað við þessar aðstæður.

„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur.“

segir í tilkynningu á Facebook-síðu Fiskikóngsins, en þar segir Kristján Berg eigandi að ein elsta starfandi fiskverslun landsins lokar í dag og á þar við um fiskverslunina að Höfðabakka 1 í Reykjavík og segir að ástæður lokunar væru eftirfarandi:

-hátt fiskverð á fiskmörkuðum, ástæða er að stórútgerðir eru að gleypa allan fisk og lítið af fiski berst inná fiskmarkaði, þannig að fiskverð helst hátt.

-erfitt að manna allar stöður frá 7:00 til 18:30 alla virka daga.

-fólk verslar minni fisk, sem er ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar

-hækkun alls og allra þátta rekstrar sem gera svona litla einingu órekstrarhæfa.

-öll aðföng hafa hækkað, hvað sem það er. Umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír….BARA ALLT.

Tilkynninguna er hægt að lesa í heild sinni hér:

Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður

Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs í Vestmannaeyjum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en þar sagði hann meðal annars:

„Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt…“

Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér að neðan:

Mynd: skjáskot úr fréttum Stöðvar 2

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið