Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veislan – Austfirðir – Stórskemmtilegir þættir – Myndir

Þáttastjórnendur eru Michelinkokkurinn Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA
Lokaþáttur Veislunnar með þeim félögum Gunna Kalla og Dóra DNA var sýndur á sunnudaginn s.l. á RÚV. Fréttamenn veitingageirans hafa heyrt í fjölmörgum fagmönnum og veitingamönnum í veitingabransanum og allir eru sammála um að þættirnir eru vel heppnaðir og skemmtilegir að horfa á.
Í þættinum heimsækja þeir félagar Austfirði og og keyra alla leið í Skriðuklaustur til að prófa hið margrómaða hádegishlaðborð og skoða sig um á þessum fallega stað.
Þeir koma einnig í Vallanes og á Seyðisfjörð þar sem þeir borða á einum besta sushi-stað landsins. Að lokum keyra þeir að Skálanesi þar sem þeir elda hreindýr á hóðum við frumstæðar aðstæður og halda litla veislu.
Það er stórskemmtilegt að vita til þess að á efri hæð Hótel Öldunnar er vinsælasti og eflaust besti sushi-veitingastaður landsins. Kokkur frá Kaliforníu með japanskar rætur eldar þar framúrskarandi sushi með hráefni frá Seyðisfirði.
Á Hótel Aldan er líka landsþekktur matsölustaður og þeir félagar sitja úti í blíðunni á Seyðisfirði, borða góðan mat og spjalla um veitingahúsarekstur og Michelinstjörnur.
Það þarf að fara torfæru og yfir nokkrar ár til að komast alla leið út að Skálanesi. Þar hafa Óli Péturs og frú gert upp gamalt hús í stórkostlegri náttúru sem er tilvalið umhverfi til að halda litla veislu. Hreindýr er eldað á hlóðum við frumstæðar aðstæður ásamt grænmeti frá Vallarnesi og öðru góðgæti frá svæðinu.
Hægt er að lesa og skoða myndir frá öllum þáttunum með því að smella hér.
Um þættina:
Leikstjóri: Hannes Þór Arason.
Hugmynd: Kristinn Vilbergsson og Lilja Jóns.
Leikarar: Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) leiðsögumenn og þáttastjórnendur.
Framleiðslufyrirtæki: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Meðframleiðslufyrirtæki : Zik Zak kvikmyndir.
Veislan eru lífsstíls- og matarþættir sem fjalla um landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr.
Leiðsögumenn þáttanna eru flestum vel kunnir, þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur. Þeir félagar bjóða áhorfendum að slást í för með sér og kynnast mismunandi landshlutum og íbúum þeirra í hverjum þætti.
Þeir heimsækja meðal annars minna þekkta staði á landinu, kynnast áhugaverðu fólki á leiðinni þar sem þeir fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun á sviði auðlindanýtingar okkar.
Á leið sinni á hvern stað, safna þeir kunnáttu og hráefnum til veisluhalda sem Gunnar Karl matreiðir í lok hvers þáttar af sinni alkunnu snilld með dyggri aðstoð heimamanna. Oftar en ekki fáum við einnig að njóta tónlistar þeirra sem eru á staðnum á meðan hópur fólks nýtur afraksturs ferðalagsins í veislu.
Myndir: Lilja Jóns
Instagram Veislunnar: @veislan_ferdalag
Horfið á lokaþáttinn með því að smella hér.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu













































