Freisting
Vefur Samtaka Íslenskra Vínþjóna
Vínþjónasamtök Íslands hafa gengið til liðs við Freisting.is og tekið að sér að sjá um Vínhornið, sem héðan í frá mun einnig verða vefsvæði samtakanna.
Það er Franska víndrottningin og skólameistari Vínskólans hún Dominique Plédel Jónsson sem hefur yfirumsjón með vefsetrinu hjá Vínþjónasamtökunum.
Samtökin voru stofnuð árið 1997 og hefur það markmið að efla vínmenningu á Íslandi og stuðla að fagmenntun vínþjóna, eins að hafa staðið að námskeiðum, fræðslufundum, vínsýningum og menntun þjóna hér á landi.
Samtökin standa að einni stórri vínsýningu á ári hverju í samstarfi við Vínbúðir ÁTVR, ásamt reglulegum þemasýningum. Vínþjónakeppnir eru um 2-3 á ári þar sem menn eða konur reyna á hæfni sína á hinum ýmsum sviðum og eru keppendur sendir reglulega á vínþjónakeppnir erlendis s.s norðulandamót, evrópumót og heimsmeistarmót vínþjóna svo eitthvað sé nefnt.
Það er mikill fengur fyrir Freisting.is að fá svona virt samtök eins og Vínþjónasamtökin til samstarfs og bjóðum við þau hjartanlega velkomin á Freisting.is
Kíkið á Vef Samtaka Íslenskra Vínþjóna (Vínhornið) hér

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.