Uncategorized
Valtýr Bergmann með Spassimongó sigraði
|
Kokkteil-keppni undir merkjum Finlandia Vodka Cup, fór fram 6. des. s.l. á veitingahúsinu Kaffi-Sólon.
Á annan tug uppskrifta barst og fengu allir sem sendu inn uppskrift að spreyta sig með því að laga sína uppskrift til þess að þær tilfinningar sem tengdar voru drykknum fengju að njóta sín.
Leikar fóru þannig að reynslan sigraði þar sem Valtýr Bergmann fór með drykkinn Spassimongó. Valtýr er sigursæll, hokinn af reynslu og hefur víða farið við góðan orðstír.
Valtýr mun leggja land undir fót með uppskriftina af Spassimongó í farteskinu og halda til Lapplands þar sem hann mun þreyta kapp við barþjóna frá öðrum löndum í keppni sem nefnist Finlandia Vodka Cup International.
Við óskum Valtý til hamingju með sigurinn og megi hann eiga sigursæla ferð.
Spassimongó:
- 4 cl. Finlandia Mango
- 1 cl. Drambuie
- 1,5 cl. Pisang ambon de kuyper
Hristur
- Fyllt upp með Burn orkudrykk
- Skreyting: Ferskir ávextir / grænmeti
Höf: Valtýr Bergmann
Vefsíða Barþjónaklúbbs Íslands: www.bar.is
Mynd: Bar.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan