Uncategorized
Vallformosa smakk
Nýlega kom á markaðinn vín frá Penedes svæðinu á Spáni frá vínframleiðandanum Vallformosa.
Ég fékk tækifæri til að smakka vínið þeirra og ég get sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum með vínið þeirra. Enn og aftur erum við að fá hágæða spænskt vín á lágu verði. Einhvern vegin virðist vera að allir spænskir vínframleiðendur eru loksins að vakna til lífsins og eru byrjaðir að framleiða gott vín!!
Vallformosa er dæmi um gott vín á góðu verði, sem væri áhugavert að smakka og það er tilvalið með grillmatnum í sumar. Hér fyrir neðan er mín lýsing og niðurstöður um vínin.
Vallformosa Crianza 2001
Penedes, Spánn
Vínþrúgur: 86% Tempranillo, 14% Garnacha
Umboðsaðili: R.S. Vín
Verð: 1.250 kr.
Lýsing:
Mikið af jarðvegi og rifsberjum í nefinu. Bragðið hefur mikið af tannín, jarðvegi, kryddi og rifsberjum. Eftirbragðið er meðal langt og þægilegt.
Niðurstaða:
Ágætis vín, létt, þægilegt og hentar vel með grillmat.
Vallformosa Reserva 1999
Penedes, Spánn
Vínþrúgur: 85% Tempranillo, 15% Cabernet Sauvignon
Umboðsaðili: R.S. Vín
Verð: 1.580 kr.
Lýsing:
Ávaxtaríkt í nefinu með hindberja, brómberja og smá sveita keim. Meðal þungt vín með brómberja, sveppa, eik og smá krydd bragði. Eftirbragðið er meðal langt.
Niðurstaða:
Greinilegt að Cabernet Sauvignon gefur víninu aðeins meiri þyngd en almennt myndi gerast í spænsku Reserva víni.
Vallformosa Gran Reserva 1998
Penedes, Spánn
Vínþrúgur: 87% Tempranillo, 13% Cabernet Sauvignon
Verð: 1.820 kr.
Umboðsaðili: R.S. vín
Lýsing:
Rifsberja og fjósa keimur í nefinu. Þurrt vín með pipar, papriku, krydd og rifsberja bragði. Eftirbragðið var meðal langt.
Niðurstaða:
Þurrt en samt silkimjúkt vín. Jafnvægi á milli eikar og ávaxtar er mjög gott, og verðið skemmir alls ekki fyrir.
Mynd: Vínkjallari vínframleiðandans Vallformosa
Vínsmakkarinn
sbgka@centrum.is

-
Keppni20 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið