Vertu memm

Freisting

Útskriftanemar Hótel- og veitingaskólanum vor 1978

Birting:

þann

Nú þegar vorar á því herrans ári 2008 eru þrjátíu ár frá útskrift og er þá ekki að sökum að spyrja, prímusmótorarnir Svavar, Sverrir, Kiddi, Valur Magg og Jói verða órólegir. Þeir vilja rifja upp gamla takta þótt hárið sé farið að þynnast og handleggurinn of stuttur til lesturs án gleraugna.

Að sjálfsögðu langar þeim mest til New York eða jafnvel til Parísar „Mekku“ matreiðslu og framreiðslu en ákváðu að halda sig innan hóflegra marka og skipuleggja teitið á klakanum.

Með þessu bréfi eru þeir að undirbúa jarðveginn og stefna þér til Hafnafjarðar nánar tiltekið í Víkingaþorpið laugardaginn 17. maí 2008 á milli tíu(10:00)  og tólf(12:00) og skrá þig til gistingar ef þú vilt nýta þann möguleika. En meiningin er að halda í óvissuferð kl. 13:00. Í áætlun er stefnt að óvissuferð ljúki á bilinu 17:00 – 18:00. Þá gefst tæki færi til að sturta sig, sparsla í sprungur og strauja hrukkur. Þess vegna er gott að taka ákvörðun um hótel gistingu sérstaklega fyrir þá sem langt þurfa að fara og vilja hafa fata skipti fyrir kvöldverð sem áætlað er að hefjist kl. 20:00 í Fjörunni. Þar komum við til með að skemmta okkur sjálf eins lengi og hver vill. Þeir sem gista snæða að sjálfsögðu morgunverð (jafnvel brunch) fyrir brottför á sunnudeginum.

Kæri bróðir/systir þetta eru fyrstu drög eða upplýsingar til þín um hvað þeir félagar eru að skipuleggja. Þeir leggja sig alla fram um að stilla öllum verðum í hóf og munu þær upplýsingar liggja fyrir þegar nær dregur. Nú hefur verið opnuð krækja á www.bar.is undir heitinu Útskrift 78 og verða settar þar inn upplýsingar til glöggvunar svo auðvelt verði að fylgjast með. Þaðan er líka hægt að senda tölvupóst með því að smella á [email protected].

Á síðunni er tengill til að panta sér herbergi fyrir þá sem ætla að gista á víkingahótelinu en það er hverjum og einum frjálst.

Fyrstu tölur eru:

Gisting kr. 3,000 pr. mann
Matur   kr. 4,500 pr. mann

Með kveðju, sjáumst í Hafnafirði
Nefndin 1978-2008.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið