Markaðurinn
Úrvals fljótandi kraftar (fond)
John Lindsay hefur til sölu úrvals fljótandi krafta (fond) frá TORO, á frábæru verði. Kraftarnir eru mjög þéttir í sér (high concentrated) og hver flaska gefur 22 lítra af krafti, miðað er við að nota ca. 1 dl af krafti fyrir hverja 3 lítra af vökva.
Vörur frá TORO innihalda enga pálmaolíu. Allir fljótandi kraftarnir eru glútenlausir. Flestir kraftarnir innihalda enga ofnæmisvalda nema skelfiskkrafturinn (fisk/skelfisk) og lambakrafturinn (soja).
Lambakraftur, 6% lambakjöt. Ljúffengur lambakraftur með bragði af blaðlauk, lauk, hvítlauk og rauðvíni sem gefur virkilega gott bragð og karakter.
Kjúklingakraftur, 11% kjúklingakjöt. Ljúffengt bragð af kjúklingi, blaðlauk, lauk og gulrótum. Passar frábærlega í ljósar súpur, sósur, grýtur og maríneringar.
Nautakraftur, 3% nautakjötþykkni. Dökkur kraftur og mikil fylling, bragð af nautakjöti, gulrótum, blaðlauk, lauk, tómat og rauðvíni. Passar fullkomlega í dökkar sósur, grýtur og maríneringar.
Villikraftur, 7% hreindýrakjöt. Frábær kraftur með hreinu bragði af villibráð og einiberjum.
Skelfiskskraftur, 11% skelfiskur (rækjur og krabbi). Virkilega góður skelfiskkraftur sem passar fullkomlega í súpur, sósur, grýtur og til að auka bragð af fisk- og skelfiskréttum.
Svínakraftur, 8% svínakjöt. Virkilega góður svínakraftur með bragði af blaðlauk og lauk. Mjög góður grunnur eða til bragðaukningar í sósur, grýtur og maríneringar.
Ítarlegri upplýsingar má finna í gagnagrunni TORO hér.
Fyrir pantanir og fyrirspurnir vinsamlega hafið samband við Þröst Ríkharðsson, viðskiptastjóra á stóreldhúsasviði í gegnum [email protected] eða í síma 863 5331.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana