Keppni
Úrslit í Jóla púns keppninni – Söfnuðu 100 þúsund fyrir Barnaspítala Hringsins – Myndir frá keppninni
Jóla púns keppnin hjá Barþjónaklúbbi Íslands var haldin í Kornhlöðunni í desember s.l. næstkomandi, þar sem keppendur frá 8 veitingastöðum tóku þátt.
Keppnin var opin fyrir almenning og voru miðar seldir á viðburðinn og rann allur ágóði til Barnaspítala Hringsins sem afhent var nú á dögunum, 100 þúsund krónur.
Þetta er í annað sinn sem að þessi keppni er haldin og í fyrra skiptið safnaðist 250.000 kr. sem rann til Samhjálpar.
Þeir birgjar sem styrktu keppnina voru t.a.m.: Ccep, Mekka wines & spirits, Globus, Rolf Johansen co, Drykkur, Vínnes og Ölgerðin.
Þeir veitingastaðir sem tóku þátt voru Pablo diskobar, Nauthóll, Tapas barinn, Miami, Apotek, Veður, Jungle og Sushi social.
Það voru þeir Emil, Tiago og Daníel frá Sushi social sem sigruðu og ahentu þeir ásamt Barnaklúbbi Íslands ágóðann til Barnaspítala Hringsins nú fyrir stuttu.
Meðfylgjandi myndir tók Majid Zarei og Elna María Tómasdóttir.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars