Vertu memm

Keppni

Úrslit í Jóla púns keppninni – Söfnuðu 100 þúsund fyrir Barnaspítala Hringsins – Myndir frá keppninni

Birting:

þann

Jóla púns keppnin 2019 - Barþjónaklúbbur Íslands

Jóla púns keppnin hjá Barþjónaklúbbi Íslands var haldin í Kornhlöðunni í desember s.l. næstkomandi, þar sem keppendur frá 8 veitingastöðum tóku þátt.

Keppnin var opin fyrir almenning og voru miðar seldir á viðburðinn og rann allur ágóði til Barnaspítala Hringsins sem afhent var nú á dögunum, 100 þúsund krónur.

Þetta er í annað sinn sem að þessi keppni er haldin og í fyrra skiptið safnaðist 250.000 kr. sem rann til Samhjálpar.

Þeir birgjar sem styrktu keppnina voru t.a.m.: Ccep, Mekka wines & spirits, Globus, Rolf Johansen co, Drykkur, Vínnes og Ölgerðin.

Þeir veitingastaðir sem tóku þátt voru Pablo diskobar, Nauthóll, Tapas barinn, Miami, Apotek, Veður, Jungle og Sushi social.

Það voru þeir Emil, Tiago og Daníel frá Sushi social sem sigruðu og ahentu þeir ásamt Barnaklúbbi Íslands ágóðann til Barnaspítala Hringsins nú fyrir stuttu.

Meðfylgjandi myndir tók Majid Zarei og Elna María Tómasdóttir.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið