Uncategorized
Úrslit: besti Sommelier heims er…
Besti Sommelier heims Gérard Basset hér til hægri
Í gær var tilkynnt um hverja 3 myndu taka þátt í úrslitunum og spennan var töluverð því allir keppendur höfðu gefið allt sitt og veðmálin voru opin.
Margir vonuðu að ein kona yrði að minnsta á meðal þeirra þriggja sem myndu keppa um títilinn. En því miður var það ekki og þessi úrslit voru svo sem endurtekning af keppninni í Rhodos fyrir 3 árum: Paolo Basso frá Svíss, sem var nr. 3 þá, Gérard Basset, franskur Breti sem var nr 2 og David Biraud, franski keppandinn.
En þegar þeir tóku sviðið var enginn efins um hver væri sá besti – og það reyndist rétt, það var Gérard Basset og bar hann af. Hann hefur tekið þátt í Heimsmeistarakeppni síðan 1988 þannig að hann var vel að titlinum kominn. Hann tekur þannig við af Andreas Larsson, Svíanum sem gaf öllum Norðurlandabúum kjark til að hugsa að ekki eingöngu Frakkarnir eru sjálfkjörnir í úrslit.
Nú tekur við hjá okkur heimferð sem verður farin í óvissu þar sem við erum bókuð í gegnum Sao Paolo og London – hvar verðum við strandaglópar? En þessi ferð hefur verið mjög lærdómsrík fyrir okkur, og sérstaklega fyrir Ölbu sem veit nú hvar leiðin liggur og hvað þarf að gera. Og hún stóð sig frábærlega vel.
Bestu kveðjur
Dominique Plédel Jónsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?