Vertu memm

Uncategorized

Úrslit: besti Sommelier heims er…

Birting:

þann


Besti Sommelier heims Gérard Basset hér til hægri

Í gær var tilkynnt um hverja 3 myndu taka þátt í úrslitunum og spennan var töluverð því allir keppendur höfðu gefið allt sitt og veðmálin voru opin.

Margir vonuðu að ein kona yrði að minnsta á meðal þeirra þriggja sem myndu keppa um títilinn. En því miður var það ekki og þessi úrslit voru svo sem endurtekning af keppninni í Rhodos fyrir 3 árum: Paolo Basso frá Svíss, sem var nr. 3 þá, Gérard Basset, franskur Breti sem var nr 2 og David Biraud, franski keppandinn.

En þegar þeir tóku sviðið var enginn efins um hver væri sá besti – og það reyndist rétt, það var Gérard Basset og bar hann af. Hann hefur tekið þátt í Heimsmeistarakeppni síðan 1988 þannig að hann var vel að titlinum kominn. Hann tekur þannig við af Andreas Larsson, Svíanum sem gaf öllum Norðurlandabúum kjark til að hugsa að ekki eingöngu Frakkarnir eru sjálfkjörnir í úrslit.

Nú tekur við hjá okkur heimferð sem verður farin í óvissu þar sem við erum bókuð í gegnum Sao Paolo og London – hvar verðum við strandaglópar? En þessi ferð hefur verið mjög lærdómsrík fyrir okkur, og sérstaklega fyrir Ölbu sem veit nú hvar leiðin liggur og hvað þarf að gera. Og hún stóð sig frábærlega vel.

Bestu kveðjur
Dominique Plédel Jónsson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið