Freisting
Uppvaskari ársins – Úrslit
Þann 31.mars var keppnin uppvaskari Íslands og Íslandsmeistari er Erna Aðalheiður Karlsdóttir og vinnur hún á Nordica hotel.
Landslið uppvaskara skipa auk Ernu þau Da Chadaporn og Aron og þau koma frá Landspítalanum, Brynhildur Magnúsdóttir frá Das Hafnarfirði og Hugrún Ólafsdóttir frá Alcan. Liðstjóri landsliðsins er Þuríður Helga matartæknir í Fellaskóla. Fyrirhuguð er ferð með landsliðið í Norðurlandakeppni í Stokkhólmi þann 24-26 apríl n.k en Norðurlandakeppnin sjálf fer fram á Gastronord sýningunni þann 25.apríl. keppnin var styrkt af Lindsay ehf, Eflingu, Amaro, Bakó-Ísberg, Efling, KM, FMT og A.Karlsson og kunnum við þeim miklar og góðar þakkir fyrir.
Dómarar voru þær Þuríður Helga, Helen W.Gray Henrik Barkstorm frá Diskteknink í Svíþjóð og aðstoðarmenn Hólmfríður matartæknir og Guðni frá Lindsay.
Ég vil óska landsliðinu okkar innilega til hamingju með þennan sigur.
Fréttatilkynning frá Þuríði Helga sem var einn af dómurum keppninnar.
Ljósmynd: Ljósmyndari Freisting.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.