Frétt
Ungkokkar til Scot Hot
Stutt er í það að Klúbbur Matreiðslumeistara sendir Ungkokka sína í keppnina Scot Hot, en hún er haldin 26-28 febrúar næstkomandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ungkokkar Íslands keppa og eru 5 keppendur sem koma til með að keppa fyrir Íslands hönd, en þau eru:
Ari Freyr Valdimarsson, en hann lærði fræðin sín á lækjabrekka árin 2001-2005 og starfar nú á Thorvaldsen bar grill bistro
Guðjón Kristjánsson lærði fræðin sín á Grandhótel á árunum 2002-2006 og starfar nú sem matreiðslumaður á hinum fræga og rótgróna veitingastað Humarhúsið.
Sigurður Rúnar Sigurðsson lærði fræðin sín á veitngastaðnum Einar Ben á árunum 2001-2005 og starfar nú sem matreiðslumaður á Vox.
Rúnar Þór Larson lærði fræðin sín á Grandhótel á árnum 2002-2006 og starfar nú á Grillinu í Radisson SaS hótelinu undir leiðsögn einn færasta matreiðslumann okkar Íslendinga, hann Bjarni Gunnar Kristinsson.
Vigdís Ylfa Hreinsdóttir er enn matreiðslunemi og er hún að læra á Argentína steikhús og hóf hún námið sitt fyrir þremur árum eða árið 2004.
Sérlegur ráðgjafi hópsins er Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarans en hún verður með í för sem þeirra stoð og stytta.
Keppt verður í heita eldhúsinu að þessu sinni, en það fer þannig fram að eldaður er hádegisseðill fyrir 50 manns, 3ja rétta. Síðan fara Ungkokkarnir í sýnikennslueldhús, þar sem þau þurfa að sýna fram á ákveðna þekkingu á 4 réttum fyrir 2.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati