Frétt
Ungkokkar til Scot Hot
Stutt er í það að Klúbbur Matreiðslumeistara sendir Ungkokka sína í keppnina Scot Hot, en hún er haldin 26-28 febrúar næstkomandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ungkokkar Íslands keppa og eru 5 keppendur sem koma til með að keppa fyrir Íslands hönd, en þau eru:
Ari Freyr Valdimarsson, en hann lærði fræðin sín á lækjabrekka árin 2001-2005 og starfar nú á Thorvaldsen bar grill bistro
Guðjón Kristjánsson lærði fræðin sín á Grandhótel á árunum 2002-2006 og starfar nú sem matreiðslumaður á hinum fræga og rótgróna veitingastað Humarhúsið.
Sigurður Rúnar Sigurðsson lærði fræðin sín á veitngastaðnum Einar Ben á árunum 2001-2005 og starfar nú sem matreiðslumaður á Vox.
Rúnar Þór Larson lærði fræðin sín á Grandhótel á árnum 2002-2006 og starfar nú á Grillinu í Radisson SaS hótelinu undir leiðsögn einn færasta matreiðslumann okkar Íslendinga, hann Bjarni Gunnar Kristinsson.
Vigdís Ylfa Hreinsdóttir er enn matreiðslunemi og er hún að læra á Argentína steikhús og hóf hún námið sitt fyrir þremur árum eða árið 2004.
Sérlegur ráðgjafi hópsins er Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarans en hún verður með í för sem þeirra stoð og stytta.
Keppt verður í heita eldhúsinu að þessu sinni, en það fer þannig fram að eldaður er hádegisseðill fyrir 50 manns, 3ja rétta. Síðan fara Ungkokkarnir í sýnikennslueldhús, þar sem þau þurfa að sýna fram á ákveðna þekkingu á 4 réttum fyrir 2.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






