Markaðurinn
Umbúðir & Ráðgjöf í samstarf við Henkelman
Umbúðir & Ráðgjöf hefur tekið við umboðinu fyrir Henkelman vakúmpökkunarvélar hér á landi.
Umbúðir & Ráðgjöf er tæplega 20 ára gamalt félag sem selur mörgum af stærstu matvælaframleiðendum landsins umbúðir. Í kjölfar á kaupum á rekstri Pappírs ehf á síðasta ári er félagið nú að taka sín fyrstu skref í þjónustu við hótel- og veitingageirann, en samstarfið við Henkelman er mikilvægur áfangi á þeirri leið. Félagið býður meðal annars upp á Henkelman vakúmpökkunarvélar, vakúmpoka, posarúllur, Take away poka, einnota umbúðir, ræstivörur ofl.
Henkelman er Hollenskt félag, stofnað 1994 og er í dag stærsti framleiðandi í heimi á “vacuum chamber machines” með um 15.000 framleiddar vélar á ári og sölu til meira en 80 landa í gegnum 450 dreifingaraðila. Ástæður velgengni Henkelman eru meðal annars
- Stuttur afgreiðslufrestur
- Stuðningur varðandi sölu og þjónustu
- Samkeppnishæft verð
- Gæðamerki
- Breið vörulína
- 3 ára ábyrgð
Umbúðir & Ráðgjöf er í Gylfaflöt 4.
Sími 423 7900 – [email protected]
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu