Uncategorized
Um opnunartíma og áfengisveitingar
Nú þegar jólin eru að ganga í garð er rétt að minna á reglur um skemmtanahald. Sömuleiðis er rétt að undirstrika að áfengisveitingar eru háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á. Lesa má nánar um opnunartíma og áfengisveitingar hér að neðan:
Skemmtanir og veitingar um jól og áramót 2007
-
24. des Allt skemmtanahald bannað frá: kl. 18:00
-
25. des Allt skemmtanahald bannað
-
26. des Skemmtanahald leyft frá: kl. 06:00 til kl. 03:00 aðfaranótt 27. des.
-
1. jan Skemmtanahald leyft til: kl. 03:00 aðfaranótt 2. jan. 2008.
1. Heimilt er að hafa gisti- og veitingastaði opna allan sólarhringinn. Áfengisveitingar eru þó háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar / bæjarstjórna. Skal stöðunum lokað þegar leyfðum veitingatíma áfengis lýkur og allir gestir farnir innan klukkustundar.
2. Heimilt er að opna staðina að nýju tveimur klukkustundum eftir að áfengisveitingum átti að ljúka. Veitingar áfengis mega samt ekki hefjast aftur fyrr en reglur sveitarstjórna kveða á um.
3. Lögreglan gerir ekki athugasemdir við lágværa tónlist eða flutning sjónvarpsefnis á veitingastöðum enda sé guðsþjónusta, kirkjuathöfn eða annað helgihald ekki truflað.
Í fréttatilkynningunni frá lögreglu er bent á að samkvæmt málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitingastaði og gististaði frá 12.07.2007 er þeim veitingastöðum sem leyfi hafa til áfengisveitinga, heimilt að veita áfengi aðfararnætur 27. desember og 2. janúar sem um aðfaranætur laugardaga, sunnudaga eða almennra frídaga væri að ræða. Lengst má þó veita áfengi til kl. 03:00.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn2 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk