Markaðurinn
Tveggja rétta jólamatseðill – Humarsúpa og fyllt kalkúnabringa
Humarsúpa með Grurer ostasamloku og dillrjóma
Forréttur fyrir 4
Humarsúpa:
1 kg humarhalar í skel
1 L kjúklingasoð frá Knorr (kjúklingateningur + 100ml vatn)
1 stk sellerí
1 stk laukur
1 stk gulrót
1 stk lemongras
3 rif hvítlaukur
1 grein timian
1 stk lárviðarlauf
2 stk kardímónur
1 msk tómatpúrra
100 ml hvítvín
1 tsk sherry edik frá Maille
1 msk fljótandi humarkraftur frá Knorr
½ l rjómi
50 gr smjör
Aðferð:
Humarinn er tekinn úr skelinni og þær settar inn í ofn við 200°C í 20 mínútur. Á meðan er grænmetið skorið niður og svitað í potti ásamt kryddum og tómatpúrru. Því næst er hvítvíni bætt saman við ásamt skeljunum úr ofninum og soðið til helminga. Bætið við 1 líter af kjúklingasoði frá Knorr og látið sjóða í 15 mínútur.
Því næst er rjómanum bætt við og allt soðið niður um 1/3. Steikjið skelflettan humarinn upp úr smjöri og hvítlauk á pönnu, leggið til hliðar en blandið umfram vökvanum saman við súpuna. Sigtið súpuna og smakkið til með Sherry ediki og salti. Gott að bera fram í skál með dillrjómanum, steikta humrinum og ostasamlokunni.
Gruere ostasamloka:
4 stk súrdeigsbrauðsneiðar
1 tsk Dijon sinnep
100 gr Gruere ostur
Smjör
Aðferð:
Brauðsneiðarnar eru smurðar með smjöri, settar á kalda pönnu og steiktar þangað til þær eru gull brúnar. Þá er osturinn settur ofan á aðra sneiðina og hin pensluð með Dijon sinnepi, samlokunni lokað og hún skorin til helminga.
Dill rjómi:
½ sítróna
200 ml rjómi
20 gr dill
Aðferð:
Dillið er saxað og bætt út í léttþeyttan rjóma. Gott að setja smá börk af sítrónu með.
Fyllt kalkúnabringa
Aðalréttur fyrir 4
Saltpækill:
50 gr púðursykur
70 gr salt
1 L vatn
1 stk kanilstöng
1 stk mandarína
Aðferð:
Allt sett í pott og og hitað upp að suðu og látið svo kólna. Kalkúnninn er settur ofan í og látinn standa í pækil í 2 klst.
Kálkúnagljái:
50 gr Dijon sinnep,
50 gr púðursykur
2 msk tómatsósa
20 gr sojasósa
1 tsk Worcestershire sósa
1 tsk eplaedik
15 ml wisky (má sleppa)
Aðferð:
Allt sett í skál og blandað saman og penslað yfir kalkúnninn
Fylling:
300 gr brauð
125 gr hráskinka
2 stk rauðlaukur
4 msk ólívu olía
3 stk hvítlauksgeirar
1 búnt steinselja
2 tsk saxað rósmarin
1 tsk þurkað oreganó
50 gr saxaðir sólþurrkaðir tómatar
1 egg
Aðferð:
Hráskinkan er skorinn smátt og látin krauma á pönnu í ólívuolíu, því næst blönduð við brauðið. Rauðlaukur látinn krauma í olíu í 5-7 mín, svo hvítlaukur ásamt rest. Öllu blandað saman við brauðið. Sett í sprautupoka og bringan fyllt með blöndunni.
Eldun:
Kalkúnninn er svo settur í ofn við 100°C, helst með smá raka ef að það er möguleiki annars er hægt að setja eldfast mót með vatni inn í ofninn. Eldað þar til að kalkúnabringan hefur ná 67°C í kjarnhita og þá er hún tekin út, pensluð með gljáanum og sett aftur inn í ofn. Nú við 220°C í 10-15 mín og þá er hún tilbúinn til þess að fara á borðið.
Maltsósa:
200 gr sveppir
1 dós af malt
2 msk sherry edik frá Maille
1 L nautasoð frá Knorr (eða nautateningur frá Knorr + 100ml vatn)
1 L kjúklingasoð frá Knorr (eða kjúklingateningur + 100ml vatn)
½ líter rjómi
1 msk Dijon sinnep
Salt og ríkulega af pipar
Aðferð:
Sveppirnir eru skornir smátt og svitaðir saman með piparmaukinu, þá er malti blandað saman við og þetta soðið niður í 2/3. Kjúklinga- og nautasoðinu er bætt saman við og soðið niður um 2/3. Blandið rjómanum saman við og látið sjóða í 5-10 mínútur. Smakkað til með dijon sinnepi, salti og pipar.
Sætkartöflusalat:
1 tsk kúmín
1 tsk karrí duft
Salt eftir smekk
2 stk sætar kartöflur
200 gr rauð vínber
100 gr salthnetur
1 krukka fetaostur
Aðferð:
Sætu kartöflurnar eru skornar í teninga, kryddaðar með karrí, kúmín og salti. Bakaðar í ofni við 180°C þangað til að þær eru mjúkar í gegn. Þá er vínberjunum, salthnetunum og fetaostinum blandað saman við og söxuðum graslauk stráð yfir.
Borið fram með heimagerðu rauðkáli og Waldorf salati.
Allar helstu vörur fást hjá Ekrunni.
Höfundur er Ari Freyr Valdimarsson, eigandi Matarkjallarans
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði