Starfsmannavelta
Turninn lokar | „Ég á síður von á því að þarna verði áfram veitingastarfsemi…“
Eins og greint var frá í janúar s.l. þá var starfsfólki Turnsins í Kópavogi sagt upp störfum í enda desember 2013 og óvissa var um framhaldið á veitingastaðnum.
Við erum með tilboð í leigu á talsverðum hluta af nítjándu hæðinni sem við gerum ráð fyrir að við munum taka. Það þýðir að það verður veruleg breyting á húsnæðinu. Ég á síður von á því að þarna verði áfram veitingastarfsemi en ég þori ekki að fullyrða um það á þessum tímapunkti
, segir Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags í samtali við visir.is.
Turninn nítjánda var í eigu Betri turns ehf. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 tapaði það 3,4 milljónum króna það ár og 7,8 milljónum árið 2011. Þorsteinn Hjaltested, oftast kenndur við jörðina Vatnsenda, er þar skráður sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og eigandi 41 prósents hlutar.
Í ágúst síðastliðnum var gengið frá kaupum Eikar á fimm fasteignum, þar á meðal Turninum, sem áður voru í eigu SMI ehf.
Við tókum við rekstrinum á byggingunni í lok janúar en tókum við lyklunum af eigendum Betri turns fyrir tólf dögum
, segir Vilhelm.
Betri turn rak meðal annars hádegisverðarstað á nítjándu hæðinni. Þar gátu starfsmenn fyrirtækja í húsinu keypt hádegismat og lokunin hefur því áhrif á aðra leigjendur í Turninum.
Við erum að leita lausna varðandi mötuneytismál í húsinu. En við þurfum að meta hvort okkar hag og okkar hluthafa sé betur varið með því að vera þarna með skrifstofur eða veitingastað. Og ef verðið sem við fáum fyrir skrifstofur er hærra en við værum að fá fyrir veitingastað þá er svarið augljóst
, segir Vilhelm. Hann undirstrikar að Eik muni standa við samninga um leigu á veislusölum undir fermingar og aðrar veislur í apríl og maí.
Við munum klára þær bókanir en við fengum Múlakaffi til að sinna því fyrir okkur.
, segir Vilhelm að lokum í samtali við visir.is
Mynd: skjáskot af Google korti
![]()
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






