Freisting
Turninn í Kópavogi opnar
Sigurður Gíslason, yfirmatreiðslumaður Turnsins
Jæja þá eru herlegheitin loksins orðin manngeng og ekki verður maður fyrir vonbrigðum við að berja þau með augunum.
Nítjánda ( hádegisverðarstaður )
Töff útsýni, salurinn bjartur og frekar stílhreinn og manni líður strax vel, en að aðaldæminu matnum, ég get sagt ykkur það sama og ég sagði við Sigga Gísla, nú er gaman að lifa, falleg framsetning á matnum, hann ferskur, brögð tær (ekki eins sé verið að halda boxkeppni í munnholinu ) og rennsli á línunni mjög þægilegt og sama má segja um þjónustuna alveg fumlaus.
Upp á síðkastið hefur einn staður að mínu áliti boðið upp á hágæða hlaðborð en það er á Suðurlandsbraut 2 og vonandi fá gestir að njóta þess að fleiri eru komnir á þennan markað af alvöru.
Ég ráðlegg fólki eindregið að panta borð ,slík er aðsóknin að vísa þarf frá fólki í hádeginu, og fyrir mataráhugamenn þá er það einskonar trúarbrögð að hafa farið þangað .
Tuttugasta ( veislusalir )
Eftir skoðunarferð um hæðina kom bara eitt upp í huga manns VÁ,VÁ loksins proff staður gerður af fagmönnum og besta fannst mé þegar Herbalife kóngurinn frá London sté upp á Kókkassa af því hann er svo lágvaxinn og gerði lýðnum ljóst að menn hefðu farið í víking meðal annars til Las Vegas og kóperað það besta sem menn sáu, hann var ekki að finna upp hjólið sem alltof margir eyða miklum tíma í, heldur þróaði vöruna þannig að hún myndi virka strax. Það eru þvílíkt margar nýjungar að ég myndi gera það að skyldu fyrir þá sem eru að læra innanhúshönnun og hönnun á fundar og veislusölum að vinna þarna í mánuð.
Maturinn þar var ekki síðri en á Nítjándu enda sömu herrar við stjórnvölinn
Ég segi bara til hamingju með þennan stað, með von um bjarta framtíð.
Heimasíða: www.veisluturninn.is
Mynd og texti: Sverrir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var