Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þúsundasta smurbrauðið pantað

Birting:

þann

Rauðspretta á rúgbrauði með remúlaði, djúprækjum, spergli og laxarós

Rauðspretta á rúgbrauði með remúlaði, djúprækjum, spergli og laxarós

Ingibjörg Heiðarsdóttir pantaði þúsundasta smurbrauðið. Mynd: bb.is

Ingibjörg Heiðarsdóttir pantaði þúsundasta smurbrauðið.
Mynd: bb.is

Þúsundasta danska smurbrauðið á þessu hausti var afgreitt hjá veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði í hádeginu 10. desember s.l.  Það var Ingibjörg Heiðarsdóttir sem pantaði það þúsundasta og var við það tilefni afhent blóm og gjafabréf.

Það hefur verið brjálað að gera hjá okkur þessa aðventuna í smurbrauðinu

, segir Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari í samtali við Vestfirska fréttavefinn bb.is.

Fjöldi fólks hefur það fyrir fastan sið að fá sér ekta danskt smurbrauð með góðu jólaöli á þessum tíma en vinsældir þess hafa farið stigvaxandi með hverju ári. Smurbrauðsvertíðinni lýkur með hinu sívinsæla skötu- og smurbrauðshlaðborði á Þorláksmessu.

Þá verður eins og venjulega ýmislegt í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er kæst skata, saltfiskur, grjónagrautur, plokkfiskur eða smurbrauð

, segir Halldór.

Pollinn_smurbraud2Aðspurður hvernig jólahlaðborðin hafi gengið segir hann fullt hús hafi verið á fyrstu tveimur og einnig sé fullt á það þriðja sem er núna á laugardaginn.

Víkingur Kristjánsson er veislustjóri og söngfuglinn Salóme Katrín Magnúsdóttir syngur fyrir gesti við undirleik Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Svo er jólahlaðborð fjölskyldunnar núna um helgina líka, á sunnudaginn klukkan 18, en þá kíkja jólasveinar í heimsókn og það eru bara örfá sæti laus veit ég.

Sneiðin sem fyrir valinu var Rauðspretta á rúgbrauði með remúlaði, djúprækjum, spergli og laxarós.

 

Fyrst birt á BB.is

Myndir: Aðsendar

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið