Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Þrjú bakarí virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu

Birting:

þann

Bakarí - Brauð

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í september sl. í kjölfar margra ábendinga frá neytendum. Skoðaði starfsmaður sérstaklega verðmerkingar í borði og í kælum. Niðurstaða könnunarinnar var að verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.

Í nóvember var könnuninni fylgt eftir og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim 16 bakaríum sem gert hafði verið athugasemd við. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 13 bakarí höfðu farið eftir fyrirmælum frá Neytendastofu og lagfært verðmerkingar hjá sér.

Verðmerkingum var enn ábótavant hjá þremur bakaríum, en það voru Bæjarbakarí, Okkar Bakarí og Björnsbakarí Austurströnd. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli þessi bakarí viðurlögum fyrir að virða að vettugi fyrirmæli Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.

Neytendastofa gerði síðast könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum árið 2010 og sýnir niðurstaða úr þessari könnun að nauðsynlegt er að halda virku og reglulegu eftirliti með verðmerkingum.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið