Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þrjú bakarí virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í september sl. í kjölfar margra ábendinga frá neytendum. Skoðaði starfsmaður sérstaklega verðmerkingar í borði og í kælum. Niðurstaða könnunarinnar var að verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Í nóvember var könnuninni fylgt eftir og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim 16 bakaríum sem gert hafði verið athugasemd við. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 13 bakarí höfðu farið eftir fyrirmælum frá Neytendastofu og lagfært verðmerkingar hjá sér.
Verðmerkingum var enn ábótavant hjá þremur bakaríum, en það voru Bæjarbakarí, Okkar Bakarí og Björnsbakarí Austurströnd. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli þessi bakarí viðurlögum fyrir að virða að vettugi fyrirmæli Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.
Neytendastofa gerði síðast könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum árið 2010 og sýnir niðurstaða úr þessari könnun að nauðsynlegt er að halda virku og reglulegu eftirliti með verðmerkingum.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?