Eldlinan
Þrjár kynslóðir á Fish and chips
Á dögunum fór ég á nýjan veitingarstað við Tryggvagötu sem heitir iclandic fish & chip. Þegar inn er komið er fljótlega ljóst að staðurinn gefur sig út fyrir að vera með hollan fish & chip sem hingað til hefur verið kennt við löðrandi fitu. Staðurinn tók vel á móti okkur þegar við komum inn og starfsfólk bauð okkur að panta áður en við settumst til borðs sem er frekar óvenjulegt á Íslandi ef frá má telja skyndibitastaði og takeway staði.
Á matseðlinum sem var skrifaður á stóra töflu uppi á vegg var boðið upp á fisk að sjálfsögðu með ýmiskonar meðlæti eins kartöflum, salati og margskonar sósum sem eru að mínum skilningi m.a búnar til úr skyri. Á þessum degi var boðið upp á Hlýra og þorsk en gellurnar og ýsan voru búnar.
Maturinn var að mínu mati mjög góður, vel útilátinn og skemmtilega fram borinn. Þorskurinn og Hlýrinn voru djúpsteiktir og gaf Hlýrinn Þorskinum ekkert eftir en báðir voru ljúffengir og alveg rétt eldaðir, ekki of mikið eins og of vill verða með fisk!! Kartöflurnar voru skornar í báta og steiktar í ofni, afar ljúffengar og stökkar! Sósurnar voru þrjár talsins eða bland af sósum sem boðið var upp á að panta sem afar hjálpsöm og indæl þjónustustúlka benti okkur á að gæti verið heppilegt þegar maður er að koma í fyrsta skipti. Salatið var frábær blanda af grænu salati og rótargrænmeti með smávegis af mangó og kókosflögum sem gaf því ferskan blæ.
Á eftir pöntuðum við okkur síðan skyr með tveimur mismunandi brögðum sem hægt er að panta eftir matinn því eftirrétta og drykkjarmatseðill er á borðum.
Skyrdesertinn var góður og ferskur og óhætt að mæla með með honum!
Við fórum þrjár kynslóðir á staðinn, elsta manneskjan er áttatíu og fjögra ára og yngsti að verða sjö ára og tvær eitthvað á milli tuttugu og fimm og fjörutíu og fimm! Allar tókum við vel til matar okkar og fórum glaðar og matta út og borguðum ekki mikið meira fyrir matinn en um 6000 kr.
Ég er ánægð með að fá nýjan og góðan fiskstað í borgina en ekki einn en skyndibitastaðinn þó þeir séu ágætir til síns brúks:) Það er óhætt að mæla með þessum stað og gef ég honum mínu bestu meðmæli og þjónustan var heimilisleg og góð og í takt við staðinn sjálfan.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí