Vertu memm

Uncategorized

Þrír veitingastaðir í London: St. John, Matsuri og Zafferano

Birting:

þann

Beinmergurinn góði
Frægur réttur á veitingastaðnum St. John   – Beinmergur

Vín og matur er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað af Arnari og Rakel. Í vor héldu þau hjónin til London og tilefnið var 10 ára brúðkaupsafmæli þeirra og borðuðu meðal annars á glæsilegum veitingastöðum og drukku gæðavín.

Hér að neðan er pistill frá ferðinni þeirra:

Í vor fórum við Rakel til London. Tilefnið var 10 ára brúðkaupsafmæli okkar. Við pöntuðum tvo veitingastaði fyrirfram, St. John í kvöldmat á föstudeginum og Zafferano í hádegi á sunnudeginum.

St. John er sérstakur veitingastaður, vægast sagt. Hvítur í hólf og gólf, eins og skurðstofa. Maturinn einfaldur og sveitalegur en vandaður á þann hátt sem hefur skotið staðnum á top 50 lista fyrir bestu veitingastaði veraldar að mati Restaurant Magazine. Hvort hann verðskuldi slíka tign læt ég ósagt en góður var hann og andrúmsloftið óþvingað og skemmtilegt. Hrár og lifandi staður. Við fengum okkur beinamerginn þeirra fræga, steikt svínseyru í fíflasalati, dúfu, sardínur o.fl. og drukkum með því hálfflösku af hvítvíninu frá Chateau Lascaux í Languedoc og síðar sitthvort glasið af betra hvítvíni sama framleiðanda. Við flytjum inn Lascaux (byrjar 1. júlí) og þegar ég sagði Stephan hjá Lascaux frá ferð okkar á staðinn sagði hann mér að hjá þeim væri í vinnslu nýtt rauðvín sem yrði vín hússins á St. John. Við mælum hiklaust með þessum frábæra stað og líka vínbarnum hinum megin við götuna fyrir fordrykk eða eftirdrykk. Á St. John er líka bakarí og flottur bar og annars staðar í borginni reka þeir annan veitingastað og vínbúð en öll vínin á vínlistanum má kaupa til að taka með sér á vínbúðarverði. Reikningurinn fyrir tvo var um 110 pund sem er mjög gott.

Myndir af St. John málsverðinum á flick.com

Laugardskvöldið höfðum við engan stað pantaðan fyrirfram og reyndist það þrautinni þyngri að fá borð. Rakel var í sushi-stuði og allir betri japanskir veitingastaðir virtust upppantaðir. Concierge-inn á hótelinu fann borð á japönskum stað sem hann mælti með, Matsuri á High Holborn, og var hann afbragðsgóður. Frekar dýr. Mæli með djúpsteiktu grænmeti. Hvernig ná þeir grænmetinu svona fersku þótt búið sé að rúlla því upp úr raspi og síðan djúpsteikja?

Zafferano var Michelin-stjörnu staður ferðarinnar. Ítalskur, rétt við Harvey Nichols. Við vorum ekkert of svöng og pöntuðum bara tvo rétti. Ég fékk mér tómatasúpu með hráum túnfiski og síðan einfalt gnocchi með tómatsósu, klettasalati. Gnocchi-ið mitt var t.d. týpísk ítölsk matreiðsla, bara ótrúlega góð.  Þjónustan í sérflokki, þjónn á hverju strái, en ekki þvinguð og umgjörðin öll í háum klassa. Einhver besti espresso í bænum og glasið af Haaz Pinot Grigio var gott.

Allt veitingastaðir sem hægt er að mæla með. Reikningurinn var svipaður á þeim öllum, liðlega 100-120 pund fyrir tvo en taka verður í reikninginn að við Rakel fórum frekar pena leið í gegnum staðina þrjá. Zafferano býður upp á mesta spreðið enda vínlistinn einstaklega flottur með rauðvínið okkar Falesco Vitiano sem eitt af húsvínunum.

Greint frá á heimasíðu Vinogmatur.is

[email protected]

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið