Freisting
Þotuliðið borgar 100 þúsund fyrir góðgerðakvöldverð
|
Glæsilegur fjáröflunarkvöldverður var haldinn fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í fyrrakvöld á veitingastaðnum Domo.
Miðaverðið var 100.000 krónur fyrir hvern gest. Boðið var upp á glæsilegan matseðil og stuðsveitin Super Moma Djombo tóku lagið fyrir gesti.
Óvíst er hvort kvöldverðurinn í kvöld slær út hinn síðasta, en þá heiðraði sjálfur Roger Moore samkomuna með nærveru sinni.
Hundrað þúsund kallinum verður örugglega vel varið. Markmið UNICEF eru að veita börnum góða byrjun í lífinu, að byggja upp verndandi umhverfi fyrir börn, veita þeim góða grunnmenntun, lífsnauðsynlegar bólusetningar og bætiefni og að fyrirbyggja HIV smit og veita smituðum umönnun ásamt því að sjá til þess að börnum sem eru munaðarlaus af völdum alnæmis sé veittur stuðningur og umönnun.
Þeir sem ekki eiga fyrir kvöldverðinum góða geta styrkt starfið með því að gerast heimsforeldri eða kaupa kort og gjafir UNICEF.
Greint frá á Visir.is
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu