Markaðurinn
Þorrabjórinn kominn og farinn
ÁTVR hóf sölu á þorrabjórum fimmtudaginn 18. janúar s.l. og þykir sumum nóg um þar sem jólabjórs tímabilinu er nýlokið. Bóndi session IPA, nýr bjór frá Víking Brugghús, fór í sölu og seldist upp á 2 dögum og bárust fréttir af viðskiptavinum ÁTVR sem komu að tómum kofanum á laugardaginn.
Það er óhætt að segja að viðtökurnar við Bónda hafi verið ótrúlegar og þau viðbrögð sem við höfum fengið eru frábær. Bóndi er hluti af nýrri línu frá Víking Brugghús og kemur í kjölfarið af Bara Kíló Pipar sem var Piparkökuporter og kom út fyrir jól en hann seldist strax upp og var farið í að framleiða tvöfalt magn miðað við það sem áætlað var í upphafi. Nýja línan er auðþekkjanleg á einfaldri hönnun, hvítur miði með svörtum texta og er hugmyndin með henni að gefa Baldri Kárasyni bruggmeistara algerlega frjálsar hendur.
Einiberjabock fer vel af stað
Einiberjabockinn frá Víking hefur stimplað sig inn undanfarin ár og fór að sama skapi virkilega vel af stað, meira var framleitt af honum og er hann ennþá til. Bóndi er samt væntanlegur í ÁTVR á morgun en það í mjög takmörkuðu magni.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu