Markaðurinn
Þorrabjórinn kominn og farinn
ÁTVR hóf sölu á þorrabjórum fimmtudaginn 18. janúar s.l. og þykir sumum nóg um þar sem jólabjórs tímabilinu er nýlokið. Bóndi session IPA, nýr bjór frá Víking Brugghús, fór í sölu og seldist upp á 2 dögum og bárust fréttir af viðskiptavinum ÁTVR sem komu að tómum kofanum á laugardaginn.
Það er óhætt að segja að viðtökurnar við Bónda hafi verið ótrúlegar og þau viðbrögð sem við höfum fengið eru frábær. Bóndi er hluti af nýrri línu frá Víking Brugghús og kemur í kjölfarið af Bara Kíló Pipar sem var Piparkökuporter og kom út fyrir jól en hann seldist strax upp og var farið í að framleiða tvöfalt magn miðað við það sem áætlað var í upphafi. Nýja línan er auðþekkjanleg á einfaldri hönnun, hvítur miði með svörtum texta og er hugmyndin með henni að gefa Baldri Kárasyni bruggmeistara algerlega frjálsar hendur.
Einiberjabock fer vel af stað
Einiberjabockinn frá Víking hefur stimplað sig inn undanfarin ár og fór að sama skapi virkilega vel af stað, meira var framleitt af honum og er hann ennþá til. Bóndi er samt væntanlegur í ÁTVR á morgun en það í mjög takmörkuðu magni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður