Markaðurinn
Þorrabjórinn kominn og farinn
ÁTVR hóf sölu á þorrabjórum fimmtudaginn 18. janúar s.l. og þykir sumum nóg um þar sem jólabjórs tímabilinu er nýlokið. Bóndi session IPA, nýr bjór frá Víking Brugghús, fór í sölu og seldist upp á 2 dögum og bárust fréttir af viðskiptavinum ÁTVR sem komu að tómum kofanum á laugardaginn.
Það er óhætt að segja að viðtökurnar við Bónda hafi verið ótrúlegar og þau viðbrögð sem við höfum fengið eru frábær. Bóndi er hluti af nýrri línu frá Víking Brugghús og kemur í kjölfarið af Bara Kíló Pipar sem var Piparkökuporter og kom út fyrir jól en hann seldist strax upp og var farið í að framleiða tvöfalt magn miðað við það sem áætlað var í upphafi. Nýja línan er auðþekkjanleg á einfaldri hönnun, hvítur miði með svörtum texta og er hugmyndin með henni að gefa Baldri Kárasyni bruggmeistara algerlega frjálsar hendur.
Einiberjabock fer vel af stað
Einiberjabockinn frá Víking hefur stimplað sig inn undanfarin ár og fór að sama skapi virkilega vel af stað, meira var framleitt af honum og er hann ennþá til. Bóndi er samt væntanlegur í ÁTVR á morgun en það í mjög takmörkuðu magni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







