Vertu memm

Freisting

Þjóðlegt kaffihús við höfnina

Birting:

þann


Víkin Safnkaffihúsið er staðsett í Sjóminjasafni Reykjavíkur á Grandagarði

Víkin Safnkaffihús opnaði í Sjóminjasafni Reykjavíkur á Grandagarði fyrir stuttu, kaffihúsið leggur mikla áherslu á íslenskt meðlæti með kaffinu.

Meðal þess góðgætis sem gestir geta gætt sér á eru kökur, heimalagað rúgbrauð með síld eða hangikjöti, pönnukökur og saltfiskbollur.

„Kaffihúsið er tiltölulega nýopnað þannig það eru ekki margir sem vita af því ennþá. Við reynum að hafa matinn svolítið þjóðlegan og erum að tengja okkur við sjóinn, enda kaffihúsið hluti af sjóminjasafni,“ segir Nanna Guðmundsdóttir, starfsmaður Sjóminjasafns Reykjavíkur.

Innt eftir því hvort íslenskar kökur renni ljúflega ofan í ferðamennina segir hún svo vera. „Þeir eru mjög hrifnir af rabarbaratertu sem við erum með og sömuleiðis hangikjötinu, en fáir leggja í síldina.“

Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar frá 11-17

Greint frá á Visir.is

Auglýsingapláss

Mynd: sjominjasafn.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið