Freisting
Þjóðin vilji ríkisstyrktan landbúnað
Ríkisstuðningur við landbúnað og vernd gegn samkeppni frá innfluttum vörum er aðalástæða hás matarverðs á Íslandi. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, segir þetta vilja þjóðarinnar sem styðji stjórnmálaflokka sem vilja mikla styrki við landbúnað.
Hagfræðingurinn Guðmundur Ólafsson segir Íslendinga greinilega vilja viðhalda háu matarverði á landinu þar sem þeir kjósi þá flokka sem vilji styrkja landbúnað með myndarlegum hætti. Hann segir hægt að lækka matarkostnað fjögurra manna fjölskyldu í landinu um 300.000-400.000 krónur á ári með því að breyta þessu fyrirkomulagi.
Guðmundur rannsakaði styrkjakerfi landbúnaðarins fyrir mörgum árum síðan og niðurstaða hans var nokkuð lík þeirri sem birtist í skýrslu matarverðsnefndar forsætisráðherra nú. Stuðningur við innlendan landbúnað á mestan þátt í háu matarverði hér á landi að mati Guðmundar.
Greint frá á Ruv.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni23 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna





