Markaðurinn
Þetta eru ástæðurnar hvers vegna þú átt að velja þorsk – Djúpalóns þorskhnakkar
Atlandshafsþorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið verðmætasti nytjafiskur Íslendinga. Hnakkastykkið er bragðbesti hluti þorskins og er sannkölluð fæða fyrir höfðingja.
Það sem þorskurinn hefur fram yfir aðrar tegundir er að hann er feitari og hlutlausari á bragðið ef miðað er til dæmis við Ýsu þar sem fiskibragðið er sterkara. Hnakkinn er besti bitinn mjúkur, safaríkur og bráðhollur. Í raun er hægt að aðlaga bragðið algjörlega eftir smekk hvers og eins með góðu kryddi til að mynda ferskum kryddjurtum, sjávarsalti og fleira girnilegu.
Þorskurinn sem Djúpalón býður upp á er villtur og veiðist í köldu Norður Atlandshafi, sem gerir gæði fisksins enn betri. Margir í dag aðhyllast lágkolvetna fæði og má með sanni segja að þorskurinn flokkist undir það mataræði.
Þetta eru ástæðurnar hvers vegna þú átt að velja þorsk!
- Villibráð
- Stútfullur af Omega 3 fitusýrum, hágæða próteini, D- vítamíni auk steinefnana joð og selen
- Hlutlaust bragð og þannig hægt að aðlaga eftir smekk hvers og eins
- Hnakkastykkið er mjúkt safaríkt og besti bitinn – sannkölluð fæða fyrir höfðingja.
Djúpalón býður bæði upp á léttsaltaða Þorskhnakka með roði og einnig Þorskhnakka roð & beinlausa ósaltaða. Sölueininginn er 2 kg í öskju.
Nánari upplýsingar í síma 588-7900 eða á [email protected]
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt7 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur