Markaðurinn
Þetta eru ástæðurnar hvers vegna þú átt að velja þorsk – Djúpalóns þorskhnakkar
Atlandshafsþorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið verðmætasti nytjafiskur Íslendinga. Hnakkastykkið er bragðbesti hluti þorskins og er sannkölluð fæða fyrir höfðingja.
Það sem þorskurinn hefur fram yfir aðrar tegundir er að hann er feitari og hlutlausari á bragðið ef miðað er til dæmis við Ýsu þar sem fiskibragðið er sterkara. Hnakkinn er besti bitinn mjúkur, safaríkur og bráðhollur. Í raun er hægt að aðlaga bragðið algjörlega eftir smekk hvers og eins með góðu kryddi til að mynda ferskum kryddjurtum, sjávarsalti og fleira girnilegu.
Þorskurinn sem Djúpalón býður upp á er villtur og veiðist í köldu Norður Atlandshafi, sem gerir gæði fisksins enn betri. Margir í dag aðhyllast lágkolvetna fæði og má með sanni segja að þorskurinn flokkist undir það mataræði.
Þetta eru ástæðurnar hvers vegna þú átt að velja þorsk!
- Villibráð
- Stútfullur af Omega 3 fitusýrum, hágæða próteini, D- vítamíni auk steinefnana joð og selen
- Hlutlaust bragð og þannig hægt að aðlaga eftir smekk hvers og eins
- Hnakkastykkið er mjúkt safaríkt og besti bitinn – sannkölluð fæða fyrir höfðingja.
Djúpalón býður bæði upp á léttsaltaða Þorskhnakka með roði og einnig Þorskhnakka roð & beinlausa ósaltaða. Sölueininginn er 2 kg í öskju.
Nánari upplýsingar í síma 588-7900 eða á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann