Sverrir Halldórsson
Þetta er besta Böfsandwich (hamborgari) Danmerkur 2014
Það er staðurinn Havnens Perle í Árósum, sem að vann þetta árið, en eigandi er Peter Lerdrup og var hann mjög glaður að vinna titilinn aftur til Árósa, en hann vann einnig árið 2012. Árið 2013 fór sigurinn til veitingastaðarins Vestre Baadelaug í Álaborgar.
Allt er lagað frá grunni og segir Peter að það og að varan er alltaf eins löguð, skili sér í mikilli sölu og árið 2013 seldu þeir 50.000 stk og notuðu 150 lítra af brúnni sósu í hverri viku.
Innihald er eftirfarandi:
Það er náttúrulega buff af nautakjöti, hamborgarabrauð, steiktur laukur, hrár laukur, blautsteiktur laukur, agúrkusalat, rauðrófur, sinnep, tómatsósa, remúlaði og þykk brún sósa.
Havnens Perle var stofnað árið 1962 og þeir hafa verið valdnir besti pylsuvagn Árósa 2007, 2008, og 2009. Þess skal getið að skammturinn kostar 59 krónur danskar.
Með því að smella hér er hægt að horfa á þegar Peter lagar herlegheitin.
Myndir: skjáskot úr tv2.dk myndbandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








