Sverrir Halldórsson
Þessir tíu keppa um Matreiðslumann ársins 2014 í Danmörku
Keppnin verður haldin á sýningunni Foodexpo, Messecenter Herning 16. mars í ár.
Í úrslitunum er keppt eftir leyndarkörfu aðferðinni og fá keppendur körfuna afhenda á keppnisdegi, þeir fá 6 tíma og 15 mínútur til að skrifa matseðil, laga 3ja rétta máltíð fyrir 10, þar sem 6 fara til gesta 3 fara í dómara og 1 diskur fer í útstillingu og myndatöku.
Matseðilinn verða keppendur að skila innan klukkustundar, forrétturinn skal skila eftir 4 tíma, aðalréttinn klukkutíma seinna og ábætinum klukkutíma og 15 mínútum seinna .
Í keppninni er keppendum óheimill aðgangur veitingastaðasvæðinu.
Hver keppandi má hafa einn aðstoðarmann sem ekki er með sveinsbréf í einhverri matvælagrein.
Reglur um notkun aukaáhalda lítur reglum keppninnar sem keppendum eru kynntar fyrir keppni.
Samtímis mun fara fram keppni um framreiðslumaður Danmerkur ársins 2014, og þar eru keppendur 5 þannig að hver þjónn er paraður við 2 kokka og ber fram matinn frá þeim og engum öðrum, að öðru leiti er um 2 sjálfstæðar keppnir að ræða.
Dómarar eru eftirfarandi:
- Thorsten Schmidt, Malling & Schmidt, Risskov
- Bo Jacobsen, Restaurationen, København
- Rasmus Kofoed, Restaurant Geranium, København
- Per Hallundbæk, Falsled Kro, Millinge
- Anita Klemensen, Cottagerne, Klampenborg
- Thomas Herman, København
Þeir tíu sem keppa til úrslita eru eftirfarandi:
- Claus Jørgensen – Restaurant Lieffroy
- David Andersen – Nimb – Terasse
- Dennis Juhl Jensen – Nordisk Spisehus
- Kristina Korsgaard Wolf – Garanium
- Lasse Starup Petersen – Brøggeriet Sønderborg
- Mark Vinther – Geist
- Mikkel Laursen – Restaurant Martino
- Morten Falk – Kadeau
- Nicolas Min Jørgensen – Norsminde Kro
- Rasmus Kofoed Sørensen – Radisson Blu Scandinavia Hotel
Til vara:
- Mikkel Højborg Olsen – Restaurant Babette
Við hjá veitingageiranum.is munum flytja ykkur fregnir af því, hver úrslitin verða í þessari keppni.
Mynd: aaretskok.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman