Nemendur & nemakeppni
Þessi fimm tóku sveinspróf í bakaraiðn – Hjartanlega velkomin í hóp fagmanna
Fimm bakaranemar þreyttu sveinspróf í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 7. og 8. maí 2013. Nemendurnir fimm voru eftirfarandi; Bjarki Sigurðsson frá Bakaranum í Hafnarfirði, Kjartan Ásbjörnsson frá Guðnabakarí á Selfossi, Rúnar Snær Jónsson Hjá Jóa Fel í Reykjavík, Natalya Harcenko frá Holtabakarí í Reykjavík og Ragnar Theódór Atlason frá Topptertum og brauð í Reykjavík.
Prófverkefnið í ár var:
Prófið hófst á skriflegu prófi í 40 mínútur
2 tegundir af matbrauði – 12 stk. af tegund
4 tegundir af smábrauðum – Alls 120 stk.
3 tegundir af stórum vínarbrauðum og
3 tegundir af sérbökuðum vínarbrauðum
10 stk. Sandkökur
Blautdeig – 3 tegundir
Rúlluterta með smjörkremi
Terta að eigin vali
10 hringja Kransakökustrýta og kransakonfekt.
Auk þess er skilað vinnumöppu, og tillit tekið til frágangs og vinnuhraða.
Nemarnir höfðu 9 tíma til þess að klára prófið og stilla því upp, 3 klukkutíma og 40 mínútur tíma fyrri daginn og 6 klukkutíma þann seinni.
Bjóðum við nýja sveina hjartanlega velkomna í hóp fagmanna og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir: Ólafur Jónsson
/Sigurður

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn