Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Þessi fimm tóku sveinspróf í bakaraiðn – Hjartanlega velkomin í hóp fagmanna

Birting:

þann

Fimm bakaranemar þreyttu sveinspróf í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 7. og 8. maí 2013. Nemendurnir fimm voru eftirfarandi; Bjarki Sigurðsson frá Bakaranum í Hafnarfirði, Kjartan Ásbjörnsson frá Guðnabakarí á Selfossi, Rúnar Snær Jónsson Hjá Jóa Fel í Reykjavík, Natalya Harcenko frá Holtabakarí í Reykjavík og Ragnar Theódór Atlason frá Topptertum og brauð í Reykjavík.

Prófverkefnið í ár var:

Prófið hófst á skriflegu prófi í 40 mínútur
2 tegundir af matbrauði – 12 stk. af tegund
4 tegundir af smábrauðum – Alls 120 stk.
3 tegundir af stórum vínarbrauðum og
3 tegundir af sérbökuðum vínarbrauðum
10 stk. Sandkökur
Blautdeig – 3 tegundir
Rúlluterta með smjörkremi
Terta að eigin vali
10 hringja Kransakökustrýta og kransakonfekt.
Auk þess er skilað vinnumöppu, og tillit tekið til frágangs og vinnuhraða.

Nemarnir höfðu 9 tíma til þess að klára prófið og stilla því upp, 3 klukkutíma og 40 mínútur tíma fyrri daginn og 6 klukkutíma þann seinni.

Bjóðum við nýja sveina hjartanlega velkomna í hóp fagmanna og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

Myndir: Ólafur Jónsson
/Sigurður

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið