Markaðurinn
Þessar vörur rjúka út eins og heitar lummur hjá ProKooking – Hafsteinn: „….við erum að bjóða verð sem hafa aldrei sést hér á landi“
Nú fyrir stuttu opnaði fyrirtækið ProKooking sem er í eigu Hafsteins Sævarssonar framreiðslumeistari, en hann er í samstarfi við danska stórfyrirtækið KPA Company Aps (Catering inventar), sem margir hverjir þekkja.
Sjá einnig: Hafsteinn, framreiðslumeistari og viðskiptafræðingur, hefur opnað ProKooking Ísland
ProKooking er með lager og verslun í Einhellu 3c í Hafnarfirði.
Við forvitnuðumst aðeins hjá Hafsteini hvernig gengið hefur verið frá opnun:
„Móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum og ég gæti ekki verið þakklátari. Við erum að skoða að bæta við okkur mannskap þar sem umsvifin eru þegar orðin mikil og framtíðin björt.“
Segir Hafsteinn í samtali við veitingageirinn.is
Mest seldu vörurnar hjá þér?
„Kæliborðin hafa rokið út sem og djúpsteikingarpottar, 700 lítra kælar og frystar. Ekki skrítið þar sem við erum að bjóða verð sem hafa aldrei sést hér á landi. Við bjóðum heildarþjónustu um land allt enda einkunnarorð okkar er þjónusta og fagmennska.“
Ef þú ert ekki með vöru á lager sem óskað er eftir, hvað tekur langan tíma að fá hana til Íslands?
„Venjulega tekur það ekki lengri tíma en 10 daga frá staðfestri pöntun nema um sé að ræða algjöra sérpöntun. Við finnum alltaf réttu lausnina sem gefur fullkominn árangur til viðskiptavina okkar. Tæki og tól til veitingareksturs þurfa ekki að kosta eins mikið og fólk telur.“
Hægt er að hafa samband við Hafstein í síma 8889960 eða senda tölvupóst á: [email protected]
Skoðið vöruúrvalið á vefslóðinni: www.prokooking.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið