Markaðurinn
Þessar vörur rjúka út eins og heitar lummur hjá ProKooking – Hafsteinn: „….við erum að bjóða verð sem hafa aldrei sést hér á landi“
Nú fyrir stuttu opnaði fyrirtækið ProKooking sem er í eigu Hafsteins Sævarssonar framreiðslumeistari, en hann er í samstarfi við danska stórfyrirtækið KPA Company Aps (Catering inventar), sem margir hverjir þekkja.
Sjá einnig: Hafsteinn, framreiðslumeistari og viðskiptafræðingur, hefur opnað ProKooking Ísland
ProKooking er með lager og verslun í Einhellu 3c í Hafnarfirði.
Við forvitnuðumst aðeins hjá Hafsteini hvernig gengið hefur verið frá opnun:
„Móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum og ég gæti ekki verið þakklátari. Við erum að skoða að bæta við okkur mannskap þar sem umsvifin eru þegar orðin mikil og framtíðin björt.“
Segir Hafsteinn í samtali við veitingageirinn.is
Mest seldu vörurnar hjá þér?
„Kæliborðin hafa rokið út sem og djúpsteikingarpottar, 700 lítra kælar og frystar. Ekki skrítið þar sem við erum að bjóða verð sem hafa aldrei sést hér á landi. Við bjóðum heildarþjónustu um land allt enda einkunnarorð okkar er þjónusta og fagmennska.“
Ef þú ert ekki með vöru á lager sem óskað er eftir, hvað tekur langan tíma að fá hana til Íslands?
„Venjulega tekur það ekki lengri tíma en 10 daga frá staðfestri pöntun nema um sé að ræða algjöra sérpöntun. Við finnum alltaf réttu lausnina sem gefur fullkominn árangur til viðskiptavina okkar. Tæki og tól til veitingareksturs þurfa ekki að kosta eins mikið og fólk telur.“
Hægt er að hafa samband við Hafstein í síma 8889960 eða senda tölvupóst á: [email protected]
Skoðið vöruúrvalið á vefslóðinni: www.prokooking.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya













