Smári Valtýr Sæbjörnsson
„Þeir skiptu um lása og eru bara búnir að yfirtaka húsið“, segir José, eigandi Caruso
Þeir koma bara og banka á hurðirnar klukkan sjö, hálf átta í morgun. Kona sem var að þrífa hleypti þeim inn og þá skiptu þeir um lása og eru bara búnir að yfirtaka húsið
, segir José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso í samtali við visir.is
José hefur verið í deilum við eiganda húsnæðisins, en veitingastaðurinn stendur á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis og þar hefur José rekið Caruso síðustu fimmtán árin.
Leigusamningur José rann út núna á mánudaginn 15. desember. Áður hafði viðræður um áframhaldandi leigu rekið í strand, en José vildi nýta sér forleiguréttarákvæði samningsins. Það hafði ekki gengið og rekur eigandi hússins nú útburðarmál fyrir dómi og er fyrirtaka í því máli fyrirhuguð í dag. José og lögmaður hans segja að sáttaviðræður standi yfir og hafi þeir til að mynda boðið fram þá málamiðlun að skila húsinu í lok febrúar og falla þá frá forleigurétti.
Í gærmorgun mættu hins vegar fjórir menn á vegum eigendanna og tóku staðinn yfir. Þeir skiptu um lása þannig að José og annað starfsfólk staðarins komst ekki inn. Þá reistu þeir vegg í baksundi hússins þar sem starfsmannainngangur að staðnum er til að varna þeim inngöngu. Caruso var lokaður í allan gærdag.
Sjá einnig: Veitingastaðurinn Caruso lokaður í kvöld vegna ósættis við leigusala
Þetta er skelfilegt. Það er allt inni í húsinu. Uppgjörið frá því á mánudag, tölvur, allt hráefni, persónulegar eigur starfsmanna, bara allt. Ég veit ekkert hvað ég á að gera
, segir José og bætir því við að borðapantanabókin sé einnig föst inni á staðnum.
Við erum með rosalega mikið bókað fram að jólum og ég get ekki einu sinni hringt í fólk og látið það vita af ástandinu
, segir José niðurdreginn, hann hafi viljað fá frest til að geta sagt starfsfólki sínu upp og veita því sinn uppsagnarfrest, þetta og nánar um málið er hægt að lesa á visir.is hér.
Mynd: skjáskot af frétt á visir.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur