Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
The Codfather opnar á Selfossi: Fiskur í Doritos-raspi vekur athygli
Nýr matarvagn, The Codfather, opnaði formlega miðvikudaginn 9. júlí á bílaplani Hótel Selfoss. Að rekstrinum standa þau Alma Svanhild Róbertsdóttir og Fannar Geir Ólafsson ásamt Gunnari Má og Hlyni Friðfinnssyni, en öll hafa þau víðtæka reynslu úr veitingarekstri.
Á matseðlinum má meðal annars finna „fish and chips“, djúpsteiktan humar í pylsubrauði og tvær útfærslur af „dirty fries“. Samkvæmt Ölmu hefur rétturinn „fish and chips“ vakið hvað mesta lukku.
„Fiskurinn er hjúpaður í rasp þar sem undirstaðan er svart Doritos. Hann hefur fengið mjög góðar viðtökur og við finnum að fólk kann að meta það sem er svolítið öðruvísi,“
segir hún í samtali við Dfs.is.
Viðtökurnar fóru langt fram úr væntingum og kláraðist allt sem undirbúið hafði verið strax á opnunardegi.
Rekstrarteymi með áratugareynslu
Þeir sem standa að The Codfather eru engir nýliðar í íslenskri matargerð. Fannar Geir hefur meðal annars opnað Tryggvaskála og Kaffi Krús, og rekur ásamt Ölmu Kjötbúrið og öfluga veisluþjónustu. Hlynur hefur áður opnað Miðbarinn og Risið, og Gunnar Már rekur Hamborgarabúllu Tómasar og ísbúðina Huppu. Þá er yfirkokkur Codfather, Andri Björn, eigandi Takkó, Röstí og Samúelsson í mathöllinni.
Heiti matarvagnsins vísar í kvikmyndaseríuna The Godfather og bera réttirnir nöfn tengd henni.
Mynd: facebook / The Codfather
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis







