Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
The Codfather opnar á Selfossi: Fiskur í Doritos-raspi vekur athygli
Nýr matarvagn, The Codfather, opnaði formlega miðvikudaginn 9. júlí á bílaplani Hótel Selfoss. Að rekstrinum standa þau Alma Svanhild Róbertsdóttir og Fannar Geir Ólafsson ásamt Gunnari Má og Hlyni Friðfinnssyni, en öll hafa þau víðtæka reynslu úr veitingarekstri.
Á matseðlinum má meðal annars finna „fish and chips“, djúpsteiktan humar í pylsubrauði og tvær útfærslur af „dirty fries“. Samkvæmt Ölmu hefur rétturinn „fish and chips“ vakið hvað mesta lukku.
„Fiskurinn er hjúpaður í rasp þar sem undirstaðan er svart Doritos. Hann hefur fengið mjög góðar viðtökur og við finnum að fólk kann að meta það sem er svolítið öðruvísi,“
segir hún í samtali við Dfs.is.
Viðtökurnar fóru langt fram úr væntingum og kláraðist allt sem undirbúið hafði verið strax á opnunardegi.
Rekstrarteymi með áratugareynslu
Þeir sem standa að The Codfather eru engir nýliðar í íslenskri matargerð. Fannar Geir hefur meðal annars opnað Tryggvaskála og Kaffi Krús, og rekur ásamt Ölmu Kjötbúrið og öfluga veisluþjónustu. Hlynur hefur áður opnað Miðbarinn og Risið, og Gunnar Már rekur Hamborgarabúllu Tómasar og ísbúðina Huppu. Þá er yfirkokkur Codfather, Andri Björn, eigandi Takkó, Röstí og Samúelsson í mathöllinni.
Heiti matarvagnsins vísar í kvikmyndaseríuna The Godfather og bera réttirnir nöfn tengd henni.
Mynd: facebook / The Codfather
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







