Freisting
Þar sem sérhannaðar íslenskar matvörur líta dagsins ljós
Síðastliðnar 7 vikur hafa nemendur vöruhönnunardeildar LHÍ unnið hörðum höndum að því að sérhanna nýjar íslenskar matvörur í samvinnu við samstarfsbændur sína.
Nemendur hafa framleitt takmarkað upplag af þessum sérhönnuðu matvörum og gefst almenningi nú tækifæri á því að kynnast, bragða og versla þessar einstöku afurðir laugardaginn 15. mars. Athugið að markaðurinn er aðeins opinn þennan eina dag.
Stefnumót hönnuða og bænda er frumkvöðlastarf og á sér enga fyrirmynd annars staðar í heiminum. Markmið samstarfsins er að styrkja samkeppnisstöðu íslensk landbúnaðar með því að skapa nýjar íslenskar matvörur sem byggja á sérstöðu og rekjanleika.
Matarmarkaðurinn verður haldinn á morgun, laugardaginn 15. mars í Grandagarða 8, frá kl. 14.00 – 17.00
Á meðfylgjandi myndum má sjá einn hóp nemanda æfa sig í umsjá Friðriks V. í nýju og glæsilegu æfingar- og kennslueldhúsi hjá Fastus Síðumúla 16. ( www.fastus.is )
Myndir: Fastus.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið