Frétt
Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás
Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við.
Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma.
Sérstakt neyðarlið, slökkvibílar og sjúkralið var sent á svæðið og fór reykkafarar frá slökkviliðinu í gang með að finna uppruna þessara „eiturefna“. Innan stundar brutust þeir inn á Thai Cottage veitingastaðin í Soho-hverfinu og komu þaðan út með 5 lítra pott með chili-sósu sem reyndist orsakavaldurinn að útkallinu, en þetta er greint frá á fréttavefnum Visir.is
Starfslið Thai Cottage furðar sig á þessum viðbrögðum neyðarliðsins. Chalemchai Tangjariyapoon kokkur staðarins segir að hann hafi verið að útbúa kryddsósuna og í hana hafi hann þurft mjög öfluga chili-ávexti. „Ég skil að þeir sem eru ekki Thaílendingar hafi ekki vitað hvað hér var á ferðinni en sósan lyktar ekki eins og eiturgas og því er ég nokkuð áttavilltur.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






