Frétt
Það verður mikið um dýrðir í Kødbyen hverfinu í Kaupmannahöfn – Terra Madre fer fram næstkomandi helgi
Það verður mikið um dýrðir næstkomandi helgi þar sem norræni Slow Food viðburðurinn Terra Madre Nordic fer fram í matarhverfi Kaupmannahafnar þ.e. Kødbyen hverfisins. Er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin á Norðurlöndum.
Hátíðin er haldin dagana 27. – 29. apríl 2018.
Fjölmargir íslenskir framleiðendur taka þátt þar sem boðið verður upp á skyr, þara, súkkulaði, rabarbara og að sjálfsögðu Íslenska lambið okkar og margt fleira.
Íslensku Slow Food kokkarnir verða á staðnum þau Gísli M. Auðunsson og Dóra Svavarsdóttir matreiðslumenn, en þau eru hluti af 10 kokkum af Chef’s Alliance á Íslandi.
Í boði verða ýmsar vinnustofur og smakkanir/smiðjur með áherslu á samtvinnun framleiðsluafurða og framleiðsluaðferðir, en um leið munu umræður/málstofur og ýmsar rökræður eiga sér stað. Markmiðið er að vekja athygli á norrænu samfélagi um sjálfbæra fæðuframleiðslu og neyslu, móta sterkari, traustari tengslanet og blása nýju lífi í umræður um góðan, hreinan og sanngjarnan Nýjan Norrænan Mat (New Nordic Food).
Dagskráin samanstendur af 80 sýningaraðilum, en búist er við um 200 Slow Food aðgerðasinnum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Álandseyjum og Sápmi (Lapplandi).
Dagskrána í heild sinni er hægt að nálgast á vefslóðinni: www.tmn18.com
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







