Frétt
Það verður mikið um dýrðir í Kødbyen hverfinu í Kaupmannahöfn – Terra Madre fer fram næstkomandi helgi
Það verður mikið um dýrðir næstkomandi helgi þar sem norræni Slow Food viðburðurinn Terra Madre Nordic fer fram í matarhverfi Kaupmannahafnar þ.e. Kødbyen hverfisins. Er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin á Norðurlöndum.
Hátíðin er haldin dagana 27. – 29. apríl 2018.
Fjölmargir íslenskir framleiðendur taka þátt þar sem boðið verður upp á skyr, þara, súkkulaði, rabarbara og að sjálfsögðu Íslenska lambið okkar og margt fleira.
Íslensku Slow Food kokkarnir verða á staðnum þau Gísli M. Auðunsson og Dóra Svavarsdóttir matreiðslumenn, en þau eru hluti af 10 kokkum af Chef’s Alliance á Íslandi.
Í boði verða ýmsar vinnustofur og smakkanir/smiðjur með áherslu á samtvinnun framleiðsluafurða og framleiðsluaðferðir, en um leið munu umræður/málstofur og ýmsar rökræður eiga sér stað. Markmiðið er að vekja athygli á norrænu samfélagi um sjálfbæra fæðuframleiðslu og neyslu, móta sterkari, traustari tengslanet og blása nýju lífi í umræður um góðan, hreinan og sanngjarnan Nýjan Norrænan Mat (New Nordic Food).
Dagskráin samanstendur af 80 sýningaraðilum, en búist er við um 200 Slow Food aðgerðasinnum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Álandseyjum og Sápmi (Lapplandi).
Dagskrána í heild sinni er hægt að nálgast á vefslóðinni: www.tmn18.com
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla