Markaðurinn
Það streyma inn nýjungarnar frá Nóa Síríus
Nýjungarnar frá Nóa Síríus streyma í verslanirnar þessa dagana og nýjasta varan er dásamlega litrík og ljúffeng, Síríus rjómasúkkulaði með súkkulaðiperlum.
„Þetta er geggjuð blanda af okkar sívinsæla og ómótstæðilega rjómasúkkulaði með stökkum og bragðgóðum súkkulaðiperlum. Sumarleg stórveisla fyrir bragðlaukana,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Þetta er ein af okkar skemmtilegu sumarvörum og er því í takmörkuðu magni,“
bætir Alda við og um að gera að drífa sig í næstu verslun og smakka.
Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður, sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni í kakóræktun til framtíðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






