Markaðurinn
Það mikilvægasta sem stóreldhús þarf að hafa
Það er að ýmsu að huga þegar á að setja upp stóreldhús á vetingahúsi eða mötuneyti. Við fengum Jóhannes Ægir, sölustjóra stóreldhústækja hjá Expert, til að gefa góð ráð við hvað stóreldhús þarf að hafa í tækjum og tólum. Expert hefur komið að skipulagningu helstu stóreldhúsa á Íslandi og Jóhannes og hans samstarfsfólk þekkir því vel til í þessum geira.
Fyrir þá sem ekki vita þá heitir fyrrum fyrirtækjasvið Fastus nú Expert.
,,Þegar á að byrja á stóreldhúsi á veitingahúsi eða mötuneyti þá er mikilvægast að skipuleggja það sem best og vera með réttu tækin fyrir þá matreiðslu sem hugað er að. Það margborgar sig að vera með góð og vönduð tæki í stóreldhúsinu sem endast vel og lengi,“
segir Jóhannes.
,,Það helsta sem gott veitingahús og mötuneyti þarf að hafa í eldhúsinu eru gufusteikingarofn, grillpanna og djúpsteikingarpottur. Þá þarf auðvitað að vera broiler og gott vinnu- og kæliborð svo aðskipulagið sé sem best og auðveldast að vinna við það sem á við. Broiler/grill eru í boði sem rafmagns, kola eða gas.
Það er heitt núna í augnablikinu að vera með kolagrill en einnig er hægt að fá þau sem rafmagns eða gasgrill. Kælir og frystir eru að sjálfsögðu tæki sem ekkert stóreldhús getur verið án.
Einnig eru hitaborð og gufupottur nauðsynlegir sem og veltipanna og loftræstiháfur, þá er búið að tryggja fullkomið eldhús. Síðan er auðvitað mikilvægt að hafa góða potta, pönnur, hnífa og allt annað smádót sem fylgir. Svo má auðvitað ekki gleyma einum af aðal hlutanum, uppvaskinu þar sem hlutirnir verða að vera vel skipulagðir og renna vel í gegn í samráði við eldhúsið,“
segir Jóhannes.
,,Það helsta sem gott veitingahús og mötuneyti þarf að hafa í eldhúsinu eru gufusteikingarofn, grillpanna og djúpsteikingarpottur. Þá þarf auðvitað að vera broiler og gott vinnu- og kæliborð. Kælir og frystir eru að sjálfsögðu tæki sem ekkert stóreldhús getur verið án. Einnig eru hitaborð og gufupottur nauðsynlegir sem og veltipanna og loftræstiháfur. Síðan er auðvitað mikilvægt að hafa góða potta, pönnur, hnífa og allt annað smádót sem fylgir.
Svo má auðvitað ekki gleyma einum af aðal hlutanum, uppvaskinu þar sem hlutirnir verða að vera vel skipulagðir og renna vel í gegn í samráði við eldhúsið,“
segir Jóhannes.
,,Við hjá Expert vinnum mikið við að skipuleggja stóreldhús og bjóðum upp á úrval af eldhústækjum, stórum og smáum. Við finnum að það er mikil gróska hjá fyrirtækjum landsins í mötuneytismálum í dag. Það er verið að vanda til verka og leggja mikið í mötuneytin og eldhúsin þar sem er ánægjuleg þróun.
Það skiptir auðvitað miklu mál að vera með hlutina í lagi í eldhúsinu og ekki síst í mötuneytum og veitingahúsum þar sem verið er að matreiða fyrir fjölda fólks. Það eru einnig spennandi tímar í veitingahúsageiranum því það eru sífellt að opna ný og flott veitingahús á Íslandi og önnur sem eru fyrir eru mörg hver að auka gæðin í mat og þjónustu og partur af því er að vera með vandað og gott eldhús. Þetta spilar allt saman,“
segir Jóhannes ennfremur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum