Frétt
Það er sannkallaður heragi í eldhúsinu á skemmtiferðaskipinu Anthem of the Seas
Matreiðslumeistarinn Gary Thomas betur þekktur sem hershöfðinginn „The General“ starfar hjá fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises. Fyrirtækið á fjölmörg skemmtiferðaskip og þar á meðal Anthem of the Seas sem að Gary stjórnar með harðri hendi. Farþegar eru um 3.840 og er hver sigling í 14 daga og skiptir skipulag og agi öllu máli þegar kemur að því að elda mat fyrir fólkið.
Það er ekki að ástæðulausu að Gary er harður yfirkokkur en um borð eru 24 eldhús, 18 veitingahús og þar starfa 247 matreiðslumenn sem matreiða um 30 þúsund máltíðir á dag.
„Skipstjórinn stýrir skipinu, en kokkurinn rekur það, ef vélin stöðvast í nokkrar klukkustundir, myndi skipið enn fljóta og enginn myndi taka eftir því. Ef enginn matur yrði á boðstólnum í morgunmatnum, þá er ég viss um að það væru margir óhamingjuamir gestir.“
, segir Gary hress í meðfylgjandi myndbandi, sem vert er að horfa á:
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir