Vertu memm

Frétt

Texture hlýtur Michelin stjörnu

Birting:

þann

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson

Það var stór dagur fyrir íslenska matreiðslumenn síðastliðinn föstudag, þegar 2010 listinn, guide Michelin fyrir England, Skotland og Írland var kynntur.

Texture í London veitingastaður þeirra Agnars Sverrissonar og Xavier Rousset hlotnaðist sá heiður að fá 1 Michelin stjörnu í 2010 útgáfunni sem var gerð opinber síðastliðinn föstudag eins og áður segir.

Má geta þess að Agnar Sverrisson var gestakokkur á síðasta galadinner Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Turninum laugardaginn 9. janúar og sá þar um grænmetisréttinn sem samanstóð af vetrargrænmeti með hnetum, rúgbrauðsmold og hundasúrum.

Við á veitingageirinn.is óskum þeim félögum Agnari og Xavier hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur með von um aukinn hróður á næstu árum.

Mynd: texture-restaurant.co.uk

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið