Frétt
Texture hlýtur Michelin stjörnu
Það var stór dagur fyrir íslenska matreiðslumenn síðastliðinn föstudag, þegar 2010 listinn, guide Michelin fyrir England, Skotland og Írland var kynntur.
Texture í London veitingastaður þeirra Agnars Sverrissonar og Xavier Rousset hlotnaðist sá heiður að fá 1 Michelin stjörnu í 2010 útgáfunni sem var gerð opinber síðastliðinn föstudag eins og áður segir.
Má geta þess að Agnar Sverrisson var gestakokkur á síðasta galadinner Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Turninum laugardaginn 9. janúar og sá þar um grænmetisréttinn sem samanstóð af vetrargrænmeti með hnetum, rúgbrauðsmold og hundasúrum.
Við á veitingageirinn.is óskum þeim félögum Agnari og Xavier hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur með von um aukinn hróður á næstu árum.
Mynd: texture-restaurant.co.uk

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati