Sverrir Halldórsson
Tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaun sem besta viskíið árið 2015 á alþjóðlegri verðlaunahátíð
Þau undur og stórmerki urðu á alþjóðlegu viskíverðlaununum World Whiskies Awards á dögunum að tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaunin fyrir besta viskí ársins 2015.
Í frétt Metro segir að viskíinu, sem heitir fullu nafni Kavalan Solist Vinho Barrique, hafi verið lýst sem óvenju mjúku á bragðið, líkt og mjólkursúkkulaði sem hafi verið blandað út í viskí, með eilitlu lakkrísbragði. Viskíið er eimað af King Car fyrirtækinu í Yilan sýslu í Tævan og er það látið eldast í bandarískum eikartunnum.
Skotar geta huggað sig við það að skoska viskíið Darkness! hlaut verðlaun sem besta kornviskíið, en hið japanska Nikka Teketsura Pure Malt hlaut verðlaun sem besta blandaða maltviskíið.
Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá.
Mynd: kavalanwhisky.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins