Sverrir Halldórsson
Tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaun sem besta viskíið árið 2015 á alþjóðlegri verðlaunahátíð
Þau undur og stórmerki urðu á alþjóðlegu viskíverðlaununum World Whiskies Awards á dögunum að tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaunin fyrir besta viskí ársins 2015.
Í frétt Metro segir að viskíinu, sem heitir fullu nafni Kavalan Solist Vinho Barrique, hafi verið lýst sem óvenju mjúku á bragðið, líkt og mjólkursúkkulaði sem hafi verið blandað út í viskí, með eilitlu lakkrísbragði. Viskíið er eimað af King Car fyrirtækinu í Yilan sýslu í Tævan og er það látið eldast í bandarískum eikartunnum.
Skotar geta huggað sig við það að skoska viskíið Darkness! hlaut verðlaun sem besta kornviskíið, en hið japanska Nikka Teketsura Pure Malt hlaut verðlaun sem besta blandaða maltviskíið.
Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá.
Mynd: kavalanwhisky.com
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag