Sverrir Halldórsson
Tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaun sem besta viskíið árið 2015 á alþjóðlegri verðlaunahátíð
Þau undur og stórmerki urðu á alþjóðlegu viskíverðlaununum World Whiskies Awards á dögunum að tævanska viskíið Kavalan Solist hlaut verðlaunin fyrir besta viskí ársins 2015.
Í frétt Metro segir að viskíinu, sem heitir fullu nafni Kavalan Solist Vinho Barrique, hafi verið lýst sem óvenju mjúku á bragðið, líkt og mjólkursúkkulaði sem hafi verið blandað út í viskí, með eilitlu lakkrísbragði. Viskíið er eimað af King Car fyrirtækinu í Yilan sýslu í Tævan og er það látið eldast í bandarískum eikartunnum.
Skotar geta huggað sig við það að skoska viskíið Darkness! hlaut verðlaun sem besta kornviskíið, en hið japanska Nikka Teketsura Pure Malt hlaut verðlaun sem besta blandaða maltviskíið.
Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá.
Mynd: kavalanwhisky.com

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir